Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1935, Blaðsíða 18

Sameiningin - 01.10.1935, Blaðsíða 18
164 fyrir suðvestan Jerúsalem. Lalds var ein af hinum viggirtu borgum landsins á dögum Júdakonunga. Sanherib Assýríu- konungur sat þar með liði sínu, segja frásögur gamia testa- mentisins, þegar engill dauðans fór um herbúðirnar og deyddi 185 þúsundir á einni nótt, svo að konungur varð að hverfa heim aftur við lítinn frama. Borgin var með þeim allra síðustu, sem veittu Nebúkadnesar viðnám í fjörbrotum Júdaríkis, rúmri öld eftir daga Sanheribs. Nútímakrítikin er ekki mjög sterktrúuð á sannleiksgildi þessara fornu sagna; telur hún flest af þeim vera bygt á gömlum munnmælum og ekki fært í letur fyr en löngu eftir viðburðina—og þá sennilega orðum aukið og afbakað. Þessar véfengingar hafa ekki hlotið stuðning í fornleifarannsóknum Starkeys. Han-n fann meðal annars í rústum Lakísborgar tólf leirtöflur úr fornu “skjalasafni”, áreiðanlega frá dögum Júdakonunga. Áletruninn á flögum þessum er hebresk, gjörð með einhvers- konar hleki, mörg orðin stafsett eins og í frummálstexta gamla testamentisins; og standa þar nöfn á ýmsum mönnum, sem nefndir eru í konungabókunum. Alt þetta styður þá skoðun, að söguritun Gyðinga sé bæði eldri og ábyggilegri, heldur en biblíufræði vorra tíma hefir viljað kannast við. —G. G. Jóns Bjarnasonar skóli hóf 23. starfsár sitt með skrá- setningu nemenda, mánudaginn 16. sept. Kensla hófst næsta dag eftir stutta upphafssamkomu. Aðsókn í 9. og 10. bekk er tæpast eins góð og maður hafði gjört sér vonir um, en nemendafjöldi i efsta bekknum, hinum 12., mjög mikill. Þar er svo áskipað að tæpast verður þar nokkru við bætt. Alls eru innritaðir 72 nemendur. Myndarlegur hópur og margt þeirra yndislegt, ungt fólk. Manni til mikillar gleði er þar nú dálítill hópur að nema íslenzku. Ruglingur dálítill hefir orðið á tölum blaðanna i “Sam- einingunni” þetta ár. f “Minningarritinu” er ósamkvæmni í upptalningu mánaðanna á kápunni og tölum blaðanna í rit- inu sjálfu. Vér verðum að fylgja því sem stendur á kápunni, og þó ekki að öllu leyti, því þar er nefndur júlí-mánuður, en júlí-blað kom út síðar, en júlí-blaðið verður þá að reiknast sem septemberblað. f samræmi við það er þetta blað, sem nú er gefið út talið hið tíunda í þessum árangi, og verður talan rétt það sem eftir er ársins. Þegar alt er tekið til greina fá kaupendur eins mikið fyrir peninga sína eins og vanalega.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.