Sameiningin - 01.11.1924, Side 5
323
Hvað er kristindómur ?
Spurning þessi er kristindóminum sjálfum jafngömul. Á
• öllum öldum liafa merin leitast viS aS svara henni. Aldrei hefir
menn, ef til vill, langað jafn-ákaft til að fá fullnægjandi svar
eins og nú í samtíð vorri.
Það er eitt yfirhurða-einkenni kristindómsins, að hann er
ávalt meira en það sem menn fá tileinkað sér. Því meir sem
menn tileinka sér, því meir er eftir. Kristindómurinn er tak-
markalaus, eins og Guð, sem hann er kominn frá.
Trúarjátningarnar eru sýnishorn þess, hversu menn á ýms-
um tímum hafa leitast við að gera sér grein fyrir meginatriðum
kristilegra fræða. Kirkjusagan er frásaga þess, hver áhrif
kristindómurinn hefir haft á þjóðir og einstaklinga.
Hvorttveggja er gagnlegur leiðarvísir. En sjálfir verðum
við að gera okkur grein fyrir kristindóminum, ef við, hver um
sig, viljum eiga þar nokkur ítök.
Verður þá hver aö segja frá eigin brjósti eftir því sem
honum finst sannast. Geta menn á þann hátt verið hverir öör-
um til aðstoðar, ef bróðurhugur fylgir jafnan máli. Enda mega
menn ekki um kristindóminn ræða nema af bróðurhug hver til
annars.
Kristindómurinn er fyrst og fremst, að því er oss virðist,
ákve'Siö trúarþel. Sérhvert trúarþel er dularfull vitund manns-
sálarinnar um Guð og lotningarfull löngun til hans. Að ein-
hverju leyti er trúarþelið líklega til í öllum mannlegum sálum.
En hjá mörgum er það svo óljóst, að þess naumast gætir, eSa þá
svo afskræmt, að það verður ekki að notum. Stafar það ýmist
af þekkingarskorti eða siðferSilegri spillingu.
Samfara öllum átrúnaSi mannanna er einhverskonar trúar-
þel. Það trúarþel, sem stafar af kristindóminum, er meðvitund
sálarinnar um Guð fyrir Jesúm Krist. Sálin finnur í Jesú
Ivristi samfélag við Guð. Trúarlífið er vakið í sálunni af Jesú.
Kristilegt trúarþel er dularfull sæla í sálu mannsins, sem kemur
til af ástríku samlífi við Guð í Jesú Kristi. Trúarþelið hefir
ávalt bæn í för með sér. Það svalar sér í bæninni. Þar sem
trúarlífið er kristilegt, þá er bænin í, Jesú nafni. Bæn er það, að
láta hugann dvelja hjá GuSi í ást og lotningu. Bænin í Jesú
nafni er farvegur trúarþelsins til Guðs. Jesús er farvegurinn,
sem trarþelið fer um, þegar það leitar aS framrás til Guðs.
Kristilegt er trúarþel mannsins fyrir anda Krists, sem vekur