Sameiningin - 01.11.1924, Síða 12
330
sinnar í heimsstyrjöldinni, en af þjóðinni yfirleitt var þaS a(5-
eins fjórir af hundraÖi.
“Synir Norðurlanda (ScandinaviaJ, sem seinna 'komu til
Ameriku, hafa sýnt hinn sama þróttmikla anda og eru ómetan-
legt tillag til mannastyrks þjóðarinnar í framtiöinni.
“Það gleður mig aö kannast við, aö United Lutheran Church
og deildir henni skyldar. eigandi hlut í þeim þjóðlega anda, er
birtist hjá feðrum þeirra í sögu þeirra, glæSa hann einnig í
hjörtum allra trúbræðra sinna, sem nú koma til vor frá Norö-
urálfunni og leita gæfunnar hjá þjóð vorri.”
Þegar kveðja þessi haföi verið flutt þinginu, var sunginn
ættjarðarsöngurinn “America”, og svo bar dr. C. M. Jacobs frá
Philadelphia fram svar , er afgreitt var af þinginu og sent for-
setanum.
Starfsmál þingsins voru mörg og fjölbreytt, eins og þaö bar
vott um, að skýrslur þær, er lagðar voru fyrir þingið og prent-
aöar höfðu verið fyrir fram, voru ^425 blaðsíður í átta blaða
broti. Þær skýrslur voru sendar öllum þingmönnum eitthvaö
þremur eða fjórum vikum áður en þingið kom saman, til þess
þeir ættu kost á að vera búnir að kynnast þeim itarlega. Eklc-
ert var lesið í þinginu af þessum prentuðu skýrslum, nema bein-
ar tillögur. Sparaðist þannig mikill tími. Aðal-mál þingsins
voru: trúboð, mentastarf kirkjunnar og kristilegt líknarstarf.
En hvort fyrir sig er í mörgum greinum, vegna þess hve starfið
er yfirgripsmikið. þá mætti lika nefna hin mörgu útgáfu-fyrir-
tæki félagsins. Einnig varð talsvert rætt um tillögur nefndar
þeirrar, er fjallar um mannfélagsmálin (Moral and Social Wél-
fare). Skal vikiö aö því síðar-
Bæði trúboð heima fyrir og trúboð út á við, voru stórmál á
dagskrá þingsins. Sérstaklega hafði eg hug á því, aö heyra á
umræðurnar um heiðingjatrúboð. Þvi ,um það mál erum vér í
íslenzka kirkjufélaginu í samvinnu við þetta stóra og öfluga fé-
lag, og trúboði vor, séra S. O. Thorlaksson, starfar undir um-
sjón þess. Hann sat á þessu þingi og flutti þar erindi, er heið-
ingjatrúboösmálið lá fyrir. Félag þetta rekur trúboð i Japan,
á Indlandi, í Liberia í Afríku, og nú nýlega hefir það byrjað á
starfi í Kína. Tekur þar við trúboösstöð einni, er Þjóðverjar
áður ræktu. Trúboðar frá mörgum af þessum sviðum fluttu
mál sitt fyrir þinginu, en ekki síður vakti það athygli, er tveir
kristnir Indverjar (HindúarJ, sem eru við nám hér í landi, á-
vörpuðu þingið. Eg vildi að allir, sem eru i efa um gildi heið-
ingjatrúboðsins, hefðu getað heyrt erindi þessara frábærlega