Sameiningin - 01.11.1924, Side 15
333
nefndum af forseta þingsins. BróSurkveðju íslenzka kirkjufé-
lagsins svaraði dr. Gotwald með ihlýlegri og fagurri ræÖu.
DagblaÖ -— The Daily Dutheran — var gefiÖ út meöan á
þinginu stóS, og flutti þatS daglega fregnir af gjöröum þess.
Næsta þing — eftir tvö ár — verður haldiÖ í Richmond, í
Virgina ríkinu. K. K. Ó.
-------o------
Dómgreind Páls.
Eftir Charles B. Jefferson.
ÞaS var alsiða fyr á árum í hópi gálausra manna, aS nýja
testamentinu var niðrað eins og falsriti, eða klaufalegum sam-
setningi eftir s'kröksagnasmiði og loddara. En sú skoðun er nú
úrelt fyrir löngu. HvaS svo sem menn hugsa sér um frásögur
nýja testamentisins, þá verður það ekki hrakið> aS höfundarnir
voru ráðvandir menn, og að þeir gjörðu sér far um aö skýra rétt
frá þeim hlutum, er þeir höfSu séð, heyrt og reynt. Páll var
híspurslaus maður og blátt áfram. Hjá honum var engin upp-
gerð, ekkert hégómatildur. Gat ekki farið með tál- Ef Díó-
genes leitar annars heims með skriðbyttunni eftir ráðvöndum
manni, og hittir þar Pál, þá hrópar hann samstundis: “Eg hefi
fundið manninn!”
En hreinskilnin er ekki einhlít. Það er hægt að vera bæði
hreinskilinn og óábyggilegur. Sumir þeir menn, er hættulegast-
ir hafa reynst í allri sögu mannkynsins, voru áreiSanlega ráð-
vandir. Það er hægt aS vera hreinskilinn og ofstækisfullur um
leið, eöa glámskygn, eSa vitskertur. Geggjuðum mönnum geng-
ur ekkert nema gott til, oft og tíðum. Maður, sem er viti sínu
fjær, getur verið gagntekinn af þeirri hugmynd, að hann sé
þjónn Drottins. Trúhneigðir menn eru stundum haldnir af
einhverjum hugarburSi, og þá eru þeir öllu fasmeiri og hættu-
legri fyrir hreinskilnina.
Átyllur má finna fyrir þeirri grunsemd, að Páll hafi ekki
verið al-heilbrigður andlega. Hann var vitrana-maður, og vér
erum eSlilega veiktrúaðir í garð þeirra manna, sem sjá sýnir.
Hann heyrði raddir, og oss er ekki grunlaust um menn, sem
heyra eitthvaS, er vér ekki heyrum sjálfir. Hann féll stundum
í dá, en slíkir menn eru ekki eins og fólk er flest, vitanlega.
Plann varS stundum frá sér numinn; að eigin sögn var hann
einu sinni hrifinn alt upp í þriðja hirnin, og öðru sinni upp í þann