Sameiningin - 01.11.1924, Qupperneq 17
335
aldrei að biÖja” “ÞakkiS GuSi fyrir alla ihluti.” “Sólin má
ekki setjast yfir reiöi yðar.” “Gefiö djöflinum ekkert færi.”
“Látið ekkert svivirðilegt orð líða yður af munni.” “Notið
hverja stundina.” “Keppið eftir kærleikanum.” “Verið ekki
hugsjúkir um neitt.” “Elskan sé flærðarlaus.” “Látið ekki á-
hugann dofna.” “Verið glaðir í voninni.” “Stundið gestrisni.”
“Blessið þá, sem ofsækja yöur.” Haldið yður að hinum lítil-
mótlegu.” “Ætlið yður ekki hygna með sjálfum yður.” “Gjald-
ið engum ilt fyrir ilt.” “Lát ekki hið vonda yfirbuga þig, heldur
sigra þú ilt með góðu.” “Prófið alt; haldið því sem gott er.”
—Öll þessi spakmæli og önnur svipuð, svo hundruðum skiftir,
eru varanlega heilbrigð og sí-hressandi. Heimurinn þroskast
aldrei upp úr slíkum lærdómi. Það skrifar enginn önnur eins
orö á stuttum friðarstundum milli flogaveikis kasta!
Hugsun Páls er meistaraleg. Rómverjabréfið má telja með
þeim ávöxtum mannsandans, sem ódauðlegir eru- Sumir þeir
andans menn, er mestir hafa verið á kristnum öldum, hafa verið
frá sér numdir í andlegu útsýni þeirrar bókar, og hafa neytt
allrar orku við að komast þar til fulls yfir aðal-efnið. Menn
rakna ekki úr rotinu eftir krampaflog til að rita þess konar
bækur.
Páll fór engar gandreiðir hugsjónalega. Eyddi engum tíma
við afkáralegar ímyndanir, eða í óþarfa-grufl. Honum var
mein-illa við að 'slá vindhögg. Hann málar engar myndir af
himninum eða helvíti; sleppir sér aldrei út í langorðar lýsingar
af fögnuði útvaldra eða 'böli glataöra. Engin ólm áfergja ögrar
honum til aö lyfta fortjaldinu. Hann kitlaði ekki eftir viðtali
við framliðna; kærði sig ekkert um seiökonuna í Endór. Hug-
urinn heilbrigður i hvíventa.
Páll var enginn ofstopamaður. Hann var alls ekki sólginn
í píslarvætti. Hann gekk úr greipum óvina sinna hvenær sem
honum var auðið undankomu. Hann taldi sér enga niðrun í aö
síga í vandhlaupi út fyrir múrinn í Damaskus, og hikaði ek'ki
viö aö flýja á næturþeli burt frá óvinum sínum i Þessaloníku.
Hann var ekki svo hégómlegur, að sækjast eftir óþörfum sárs-
auka; vissi hvað tilkenning er og haföi beyg af henni. Kom sér
undan höggum, hve nær sem hann gat. í öllu þessú kom hann
fram eins og skynsamur maður.
Páll var enginn krankleikamaður, stirfinn eða önugur. Komst
ekki auðveldlega í hugaræsing. Hann var stiltur, þegar mikið
lá viö; lifði hættu-þrungnar stundir án þess að ókyrrast; misti
aldrei jafnvægið, þegar hann komst í óvæntar mannraunir-