Sameiningin - 01.11.1924, Blaðsíða 19
337
er sagt, þá verÖ eg sem útlendingur fyrir þeim sem talar, og
hinn talandi útlendingur fyrir mig. — Eg þakka Guöi, aÖ eg
tala tungurn öllum yður fremur, en á safnaðarsamkomum vil
eg heldur tala fimm orð meÖ skilningi mínum, til þess að eg geti
frætt aÖra, en tíu þúsund orö með tungu, sem enginn annar
skilur. Bræður, veriö ekki börn í dómgreind.” Páll fór ekki
með fimbulfamb.
Páll haföi frelsið í hávegum. “Til frelsis frelsaði Kristur
oss” — sú hugsun var honum ósegjanlegt fagnaðarefni. En
hann var ek'ki kreddufastur. Engin hugmynd sérstök, hversu
fögur sem hún var, fékk að þoka öðrum úr sessi. “Sá sem er í
sannleika frjáls, hann getur lagt frelsið í sölurnar fyrir aðra
menn,” svo ritar hann kristnum mönnum, sem voru rétt ný-
farnir að kynnast frelsinu. Enginn annar en sá, sem er glögg-
skygn og djúpvitur, kemur auga á slíkan sannleika. Þann dag
í dag eru til menn, og það gáfaöir menn, sem sjá hann ekki.
Aldrei talaði Páll af heitari ákefö, heldur en þegar hann
átti orðastað við lögmáls dýrkendur þjóðar sinnar; og sérstak-
lega þegar hann sýndi þeim fram á þaö, aö umskurnin væri ekk-
ert megin-skilyröi fyrir samfélagi mannsins við Guð. “Um-
skurnin er ekkert.” Það voru hans orð. En hann varö ekki
töfraður af þeim sannleika. Til voru þeir menn, sem ekki báru
merki gamla sáttmálans, og voru hreyknir af; þóttust ganga að
því vísu, að sú vöntun aflaði sérstakrar velþóknunar hjá Guði.
En Páll var ekki haldinn af öðrum eins hégiljum. “Umskurn-
in er ekkert—og umskurnarleysiö er ekkert. Hiö eina, sem
nokkru varðar, er manndómurinn. Það, sem aflar velþóknunar
hjá Guði, er ný skepna, nýr og betri maöur. Ekkert hefir neitt
gildi fyrir honum, nema trú, sem starfar í kærleika.” Páll óð
aldrei ský eða reyk. Hann stóð jafnan báöum fótum á jörðinni.
Setti hugsjónum sínum tákmörk, kunni sér hóf í áhuganum.
Svo fer ekki þeirn mönnum, sem vantar jafnvægið.
Fjórtán vitni bera það, að Páll hafi verið heill maður
andlega. Það eru bréfin hans þrettán og sögurit Lúkasar.
Lúkas var læknir, og hann haföi komist í nána kynningu viö
postulann. Og Páll var í augum Lúkasar enginn ofsjónamað-
ur, heldur andlega hraust og hugumstór hetja, sem hann tignaði
af öllu hjarta. 1 hverri málsgrein hjá Lúkasi finnum vér vott
um þaö. Þegar Lúkas 'byrjar að rita um Pál, þá hverfa honum
allir aðrir úr sögunni.
Þar sem vér höfurn bréf Páls og sögu Lúkasar fyrir oss, þá
verður aldrei hægt aö sannfæra heiminn um óheilindi andleg í