Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.11.1924, Page 20

Sameiningin - 01.11.1924, Page 20
338 fari Páls postula. Getur verið, at5 mönnum veiti ervitt at5 gjöra sér grein fyrir sumu því, er fyrir hann bar; en þai5 er engin sönnun fyrir andlegri bilun annars manns, þótt vér getum ekki skilið hann aS öllu leyti. Vér höfum engan rétt til ai5 vísa manni í geðveikrahæliS, þótt hann reyni eitthvaS þac5, sem vér verðum aldrei varir við. ÞaS eru til fleiri hlutir, bæði á himni og jörSu, heldur en sálfræði vorrar tíðar dreymir um. Sá mað- ur er gapafenginn í meira lagi, sem fullyrðir, að Páll hafi verið flogaveikur, og ætlar sér meS þeirri fullyrðing að sópa burt öllu því, sem postulinn varS áskynja þegar andi hans sveif sem allra hæst. Það er mjög auðvelt aS gjöra postulann ómerkan með þessu móti, og varpa skugga á kristindóminn. Sumir hafa sagt, að allir yfirburðamenn andlegir væri að einhverju leyti geggj- aðir; aðrir hafa vistað öll trúarbrögS í veldi ímyndunarinnar; enn aðrir hafa komist aS þeirri niðurstöðu, aS lífið alt væri ekkert annaS en hvikull draumur; en andlega heilir menn, sem eitthvað gott og þarflegt hafa fyrir stafni, varpa frá sér öllum þess konar hugarburði og getgátum. Þegar hugurinn er með sínu rétta eðli, þá kannast hann við það, sem heilbrigt er hjá öðrum mönnum, og hafnar lærdómi þeim hinum illkvittna, er vænir flesta menn um brjálsemi. Til hafa veriS tvennar skýringar á uppruna kristindóms- ins, báSar jafnfráleitar, sem sérvitrir afneitendur hafa giniS yfir—skröksögu-kenningar og heilahv/iks-tilgátan. Að sögn hinnar fyrnefndu, þá er meiri hlutinn af sögum nýja testa- mentisins ekkert annað en munnmæli, skáldskapur og tilbúning- ur. Allar frásagnir um yfirnáttúrlega hluti eru hugarburSur, sem hefir vaxið eða safnast utan um fáein söguleg atriSi. Og þeir sannsögulegu bjarmar verða ekki greindir frá hinu. Og þegar hinir hugvitssömu grúskarar, sem þessari stefnu fylgja, komast i algleyming, þá bera þeir fram og ræða í fullri alvöru spurninguna: “Var Jesús frá Nazaret nokkurn tíma uppi?” Og eftir erviði mikið verður það niðurstaSan, að sjálf persónan Jesús Kristur sé hugarburður einn og ekkert annað. SíSari til- gátan er jafn-ómerkileg, en hún ofbýður ékki trúgirni 'manna eða þolinmæSi alveg eins mikið eins og hin. Eftir heilahviks- tilgátunni, þá átti kristindómurinn uppruna sinn í ofsjónum konu nokkurrar, sem hélt að hún hefði séð Jesúm lifandi eftir krossfestinguna, en sá hann þó alls ekki. Postularnir urðu svo “smittaSir” af brjálæði hennar, og þar með lagði þessi nýja trú út í leiðangur til að sigra heiminn. Vesalings María frá Magdöl- um var ekki nema kona, og lét engin ritverk eftir sig, er geymst

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.