Sameiningin - 01.11.1924, Page 22
340
kvenfélag safnaöarins. Var fyrst gengið til borðs og neytt rík-
mannlegrar máltíöar. Var þar á eftir skemt með ræðum og söng.
Séra Jóhann Bjarnason stýröi samkomunni allri. Söngflokkur stór,
undir stjórn hr. Sigurbjörns Sgurðssonar, söng af mikilli list mörg-
um sinnum. Björn B. Jónsson frá Winnipeg flutti tvær ræður, aðra
á íslenzku, hina á ensku. Auk hans héldu stuttar ræður séra Sig-
urður Christopherson og forstöðumaður lýðskólans á Árborg.
Afar-fjötmenn var samkoma sú í Fyrstu lútersku kirkju, sem
kvenfélag safnaðarins stóð fyrir á Þakkarhátíðinni 10. þ.m. Var
og vandað vel til samkomunnar. Söngur frábærlega góður. Ung-
ur mentamaður, J. Ragnar Johnson, lögfræðanemi, flutti snjalla
ræðu og vandaða um aðstöðu hinnar ungu kynslóðar við hérlent
þjóðlíf.
1 Jóns Bjarnasonar skóla var fæðingardags dr. Jóns Bjarna-
sonar minst með samkomuhaldi laugardagskvöldið 15. nóv. Var þar
flest skólafólkið saman komið og örfáir aðrir. Skólastjóri, séra
R. Marteinsson, byrjaði samkomuna með stuttri guðsþjónustu og
ræðu um þýðingu dagsins. Séra Hjörtur J. Leó hélt mjög langa
ræðu um æfistarf dr. J. B. Hr. Arinbjörn Bardal talaði um dr. J.
B. sem Good-Templar og bindindismann. Jón Runólfsson fór með
kvæði það, er hann ort hafði við 25 ára prestsþjónustu-afmæli dr. J.
B. í Fyrsta lút. söfn. Nokkrir lærisveinar skólans sungu milli
ræða.
Haust-basaar kvenfélagsins í Fyrsta lút. söfnuði í Wpeg stóð
dagana 18. og 19. nóv. Var þar fjölmenni mikið. Ágóði af verzl-
aninni var um $900.00. Flesta munina höfðu konurnar búið til
sjálfar og fyrir það lagt á sig feikilega mikla vinnu.
KristniboSs-félag eru nokkrar konur í Fyrsta lúterska söfnuði
að mynda. Voru fyrstu drög til þess félagsskapar lögð áður en
frú Karólína Thorlakson fór héðan og fyrir tilstilli hennar.
Séra Kristinn K. Ólafsson, forseti kirkjufélagsins, var í heim-
sókn hjf söfnuðunum í Argyle helgina 16. nóv. og dagana þar á
eftir.
Bandalagið í Fyrsta lút. söfn. gengst fyrir söngsamkomu, er
hin fræga norska söngkona, frú Sofie Hammer-Moeller, heldur í
kirkjunni 25. nóv.