Sameiningin - 01.11.1924, Síða 26
344
engin tormerki á því, aS Shelby gæti fengið sér far—'lieimleiöis til
Ameríku. En þetta; umtal mitt var með öllu þýðingarlaust. Híram
hafði tekið þessa ákvörðun, og hún var óbreytanleg.
“ ‘Nei, Mr. Ellis getur ekki unnið, hann er of veiklaður eftir
þjáningar sínar. Þegar hann sagði til nafns síns á þilfarinn, þeg-
ar eg bjargaði honum úr sjónum, þá sá eg alt í einu, aS hann sagöi
satt. Eg kannaðist við hann. FaSir hans var húsbóndi minn og
eigandi fyrir fjörutíu árum síðan. Þegar hann tók við eigninni af
föður sínum, gaf hann öllum þrælum sínum frelsi, eg var einn á
meðal þeirra. Hann kvæntist siðar, og þessi sonur er yngstur barna
hans. Og hann hefir verið slæmur, en Drottinn hefir breytt honum
og gert hann drenglundaðan og góðan. En hann verður að fara
beint heim, heim til síns aldraða föður, og eg verð að hjálpa honum
til að komast það, sem fyrst’. — Og það gerði hann. Þrem dögum
eftir að við komum til Liverpool, var Rowland P. Ellisi lagður á stað
heim með Cunardlínu skipi, vel uppfæröur og vel klæddur, með
peninga í vösum sínum.
“Þar kvöddum við aðstoðar-vélstjórann okkar; og það er mér
gleðiefni að bera þess vitni, að Híram hafði þar á réttu, en eg á
röngu að standa, að þvi er breytingu hans snerti. Hún var virki-
leg. Þegar við síðar komum til San Francisco, biðu peningar þeir,
er Híram hafði lánað EHis, hans þar, ásamt tilboði frá Mount Her-
mon, Kentucky, að koma og dvelja þar, það sem eftir væri æfi
hans, —• og mér til sorgar þáði hann það boð.
“Mörgum árum síðar lá leið mín einnig þangað; þar fann eg
tvo fornvini mína; hvíta manninn, elskaðan og virtan af öllum, er
þektu hann; gamla blökkkumanninn, sí-starfandi í sínum fagra
þjónustu-anda sem fyr. Rödd hans hafði að sönnu mist nokkuð af
styrkleika sínum, en hann söng sálmana sem fyr, með gleðibros á
vörum. Mr. Ellis sagðist hafa komið heim stuttu áður en faðir
hans dó, en gamli matreiðslumaðurinn minn spurði mig, hvort eg
væri frelsaður. Eg læt það ekki fylgja þessari sögu, hvaða svar
eg gaf honum við spurningu hans. En ef bæn hins gamla blökku-
manns; var ekki heyrð, þegar hann bað fyrir öllum skipverjum sín-
um, þá veit eg þó um einn — tvo, — sem þessi gamli maður leið-
beindi aftur heim, til föðursins himneska. Þess vegna spyr eg þig,
Miss Were, þegar þú hefir heyrt frásöguna ,um dökka dánumanninn
minn, — ert þú ekki hrifin, eins og eg var, og er ávalt, þegar eg
hugsa til hans?’’
“Hann var hreinasta fyrirtak,” sagði Miss Were, um leið og
hún klappaði saman fallegu höndunum sínum. “Og hvað heldur þú
um hann, Mr. Gaddum?”
En Mr. Gaddum var farinn, hann kærði sig ekki um að heyra
sögulokin.
o-