Sameiningin - 01.11.1924, Blaðsíða 31
349
til, hvaö mundi það þá gagna? Hvernig mundi hann geta fengiö
konuna til aö trúa sér? Ekki haföi María trúaö honum.
Hann var að því kominn aö leggjast fyrir í tröppunum af
þreytu og örvilnan. En þá fann hann aftur sömu atlotin og áður;
það var komið viö enni hans mjúklega. “Hún er hjá mér,” hugs-
ar hann. “Hún vakir yfir mér.” Og hann fékk nýjan mátt til að
komast alla leið upp aö húsdyrunum.
Þegar hann lauk upp, mætti hann konu sinni í dyrunum, rétt
eins og hún hefði hlaupiö til og ætlað að verða fyrri til aö reka slá
fyrir hurðina, svo aö hann kæmist ekki inn. Þegar hún sá, að það
var um seinan, hörfaði hún undan, og upp að eldstónni og breiddi
sig fyrir hana, eins og þar væri eitthvað, sem hún vildi fela eða
verja. Svip hennar var í engu brugðið frá því sem var, þegar
hann fór, andlitsdrættirnir líkastir því, aö hún væri öll kalin í
framan.
Davíð varð litið til barnanna í horninu. Þau sváfu væran.
“Þau sofa enn þá,” segir hann við sjálfan sig. “Þá er þaö ógert
enn. Eg hefi komið í tæka tíð.”
Hann rétti fram höndina þangað, sem Grímur hafði staðið, og
hann fann ekki betur, en að önnur hönd tæki í á móti. “Eg þakka
þér,” segir hann lágt og röddin skalf. En í sama bili sortnaði hon-
um fyrir augum. Hann reikaði að stól, og lét fallast á hann. Hann
sá, hvernig konan horfði á hann. Svipað því mundi hún hafa horft
á óarga dýr, sem brotist heföi inn til hennar. “Auðvitað heldur
hún, eins og fleiri, að eg sé drukkinn,” hugsaði hann.
Og enn lætur hann hugfallast. Hann var svo dauðþreyttur, en
mátti ekki taka sér hvíld. Rúm var í kompú innar af; hann sár-
langar aö fleygja sér upp í, svo að hann þyrfti ekki að halda sér
uppréttum lengur, en hann þorði það ekki. Konan gæti gert hvað
sem hún vildi, ef hann sneri við henni 'bakinu. Hann mátti til að
halda sér uppi og hafa vakandi auga á henni.
Hann reyndi að taka til máls. “Nú er Jódís ‘systir’ dáin,” seg-
ir hann. “Eg kom til hennar og hét henni því, að eg skyldi verða
þér góður og börnunum. Á morgun máttu senda þau á hælið.”
“Hvers vegna ertu að ljúga?” segir konan. “Gústaf sagði
Önnu lát Jódísar, og það með, að þú hefðir ekki komið til hennar.”
Þá var Davíð öllum lokið; hann lét alveg bugast. Það setti
að honum grát, og kom það þó flatt upp á sjálfan hann. Han.n grét
af þeirri tilhugsun, hve gagnslaust væri að vera aftur horfinn í
þa-nn heim, þar sem gengið er með lokuðum augum og loppnum
hugsunum. Hann grét af þeirri meðvitund, að hafa með athæfi
sínu hlaðið um sig þann varnargarð, er hann fengi sjálfur aldrei
yfir komist. Hann grét af þrá, óslökkvandi þrá til þess, að fá taf-
arlaust að ná samfundum við þá sál, sem var á sveimi í kring um
hann, þótt ósýnileg væri.