Sameiningin - 01.12.1926, Page 8
358
ar, til að bera byrðar lífsins í udirgefni undir guSs vilja, til atS
rækja köllun vora svo sem gefna oss af guöi — i fæstum oröum:
til aÖ lifa mannsæmilegu lífi í s'amhljóÖan við kærleikshugsun
guös, er hann gaf oss lífiS.
“Til þess aö vér skyldum lifa fyrir hann” — til þess' aö
kærleikans líf, eins og þaö sprettur upp af trúnni á hann sem op-
inberun kærleika guðs, mætti vinna sigur á myrkrinu og kuldan-
um og syndinni og dauÖanum í hjörtum vorum — til þess hefir
guÖ látiÖ son sinn fæöast undir jarönesk mannlífskjör. Nítján
aldir fullar erui liönar síöan nóttina helgu, er dýrðlegi jólaboð-
skapurinn ómaði út yfir heiminn: “Yöur er í dag frelsari fædd-
ur!” Hve hafa þessar aldir, sem síöan hafa horfið í tímans gröf,
orÖið til aö staðfesta sannleika þes's boðskapar og enda á dásam-
legasta hátt. Hver er maður til aÖ meta og mæla sáluhjálpleg
áhrif Jesú á kynslóðirnar, sem á þessum öldum hafa runnið upp
og horfið aftur? Saga mannkynsins veit ekki aÖ nefna neina
mannlega veru, sem að áhrifum til nálgist hann. Sá kraftur guðs,
sem streymt hefir út frá honum, hefir verið lífsafl mankynsins
um raðir aldanna alt til Jiessarar stundar.
Og enn í dag er Jesús sá sem einn getur hjálpað oss, til þess
að líf vort verði í alla staði mannsæmilegt. Því að einvörðungu
fyrir fulltingi hans, með því að lifa algerlega undir helgandi á-
hrifum anda hans, verður líf vort eins og J>að á að vera. Enn í
dag er J>að hann, ihinn mikli vinur syndarans, sem hjálpar oss til
að þróa þá frjóanga eilífs lífs, sem guð hefir gróðursett í hverju
mannshjarta, — hjálpar oss til að keppa að hinu háleita takmarki,
sem oss er sett að keppa að, að “verða fullkomnir eins og vor
himneski faðir er fullkominn.” Enn í dag ber hann os's boðskap-
inn frá föðurnum: Gangið mér á hönd sem ástfólgin börn mín, og
munuð þér fá að reyna hve kærleikur minn til yðar er einlægur.
Vor himneski faðir gefi oss öllum náð síns heilaga anda til
þess, að vér mættum sinna iþeim boðskap hans og tilmælum nú á
fæðingarhátíð guðs sonar, og að opinberun föðurlegs kærleika
hans, sem er gefin oss öllum með fæðingu sonarins', mætti ná sem
föstustum tökum á sálum vorum. Þá er ekki að efa, að jólin
muni verða oss öllum í fullum sannleika
Gleðileg jól.