Sameiningin - 01.12.1926, Side 15
365
sem aldrei ætlu'Öu aö koma, voru samt komin, og barnið meö for-
eldrum og systkinum, ásamt mörgu ööru fólki, komið í kirkju.
TöfradýrÖ var á alla vegu. Kirkjan var ekki eins og hún var vön
að vera. Hún varð að skreyta sig sem brúður, er gengur til móts
við brúðguma sinn. Nú var hún í hátíðarskrúða sínum. Grænt
skraut og glitrandi ljós eru á alla vegu. Hér er sannarlega gott
að vera. Yndisleg stund. Sálmasöngurinn hátíðlegur. “Gott er
að vér erum hér, herra,” sagði Pétur við frelsarann á ummynd-
unarfjallinu. Sama tilfinning gagntekur hverja taug barnsins.
Nú er kveikt á jólatrénu sjálfu. Ljósin eru þar eins og tindrandi
stjörnur á himni. Tréð er iþar sjálft í sinni einföldu tign, en auk
þess eru þar óteljandi glampar á margvíslegu litskrúði, svo ihefir
barnahópurinn skrúðgöngu í kringum jólatréð og syngur: “í
Betlehem er barn oss fætt.” Þá koma gjafir frá vinum. Mið-
punkturinn í því öllu og orkulind sælunnar þar, er hann, sem
fæddist á jólunum. Þegar barnið fer heim, er 'hugurinn fullur af
yndisieik jólanna.
Heilög jól á íslandi, yndisleg jól í Ameríku — barnslegur
fögnuður í báðum.
Nú bið eg yður, vinir mínir, að hverfa með mér að hinni
fyrstu jólatréssamkomu, sem rnenn vita að haldin hafi verið.
Það er aðfangadagur jóla. Um það leyti var íhaldin hátíð í
Þýzkalandi og á Norðurlöndum, líklegast meðal alls fólks af ger-
mönskum stofni, hátíð, sem bar nafnið jól í norrænu máii, á ensku
“yule”. Sú hátíð mun hafa haldin verið til fagnaðar um það, að
sólin hafði þá náð sínu lægsta stigi og hækkandi sólargangur var
byrjaður. Sólarhátíð mætti nefna hana. Líf manna og skepna
var komið undir hinum Shækkandi sólargangi. Þessvegna var á-
stæða, fyrir þetta heiðna fólk, bæði til að fagna og fórna, fagna
út af voninni um góða árstíð og fórna til þess að tryggja þá von
sem bezt. í þessum tilgangi var stór hópur manna kominn saman
í dimmum skógi, umlhverfis geigvænlegt eikartré helgað hinum
grimma Þór. Ekkert dugði minna en mannafórn, enda var nú alt
til reiðu til blótsins. Þá kemur þar í ihópinn Bónifacíus,—kristni-
■boði Þóðverjanna, ávarpar samkomuna og með eldlegri mælsku
sýnir fram á fánýti falsguðanna. Sýnir hann svo í verki það sem
hann prédikar í orði, 'heggur niður eikina og þegar engin reiði
guðsins kemur i ljós’, kippir hann upp litlu, grænu furutré, ber það
inn í hofið og segir, að það skuli minna á Krists-<burð — jötu-
barnið — himnabarnið. Minna á fátæka fjárhirða, er vöktu yfir
hjörð sinni og áttu þar sálir, sem gátu opnast mót boðskap himn-
anna eins og rós á vordegi opnast mót sólunni;