Sameiningin - 01.12.1926, Síða 18
368
örSugleikarnir verSa á vegi vorutn. En án þeirrar trúar verður
oft lítiö um varnir gegn áhyggjum og kvíöa. Og óbifanleg tru á
gæzkuríka forsjón GuÖs', er leiÖi hvert og eitt af oss gegnum ver-
aldir aÖ settu marki, léttir oss hvert verk og eykur oss sálarfriö
og hugprýöi, á hverju sem gengur. Ef vér ættum til nægilega al-
vöru og kynnum aÖ nota tímann meö nógu mikilli hagsýni, þá
tækjum vér ákevöna stund dagsins til andlegra iÖkaná, meöal ann-
ars til þess að verja oss gegn áhyggjum og kvíöa.
Menn sannfærast óöum betur og betur um þaö á vorum dög-
um, hve máttur hugsananna er mikill. MeÖ hugsunum vorum
sköpum vér fyrst og fremst framtíð vora. Vér verðum það, sem
vér hugsum. Áöur á tímum lögðu kristnir menn stund á andleg-
ar iökanir, líkt og margir nú á líkamlegar iþróttir. Enginn efar
nú lengur, aö líkamlegar íþrótta-iðkanir séu þeim afar nauðsynleg-
ar, sem miklar kyrsetur hafa. En að líkindum eru andlegar iðk-
anir mörgum sálum jafn-ómissandi. Vér ættum að setja sjálíum
oss þær andlegar æfingareglur, sem hverjum og einum ríður mest
á eftir lundarfari hans. Vor kynslóð hefir vissulega ástæðu til
að athuga mátt og áhrif sefjananna. Þau eru mikil og merkileg
og þeim má vafalaust beita til mikils góðs í sambandi við einlæga
trú á forsjón Guðs. Sá, sem berjast þarf sérstaklega við áhyggj-
ur, getur hagað andlegri iðkun sinni á þá leið, að hann tekur sér
tómstund, annaðhvort að morgni eða að kvöldi, og hefir upp fvrir
sér upphátt eöa aðeins í huganum eitthvað þessu líka trúarjátn-
ing:
Eg er guðsbarn. Gæzkuríkur Guð er faðir minn, sá hinn
sami, sem drottinn Kristur treysti æfinlega og í öllum efnum. Öll
tilveran er á hans valdi. Nægtabúr tilverunnar eru ótæmandi.
Eg lifi í Guöi og i sambandi við uppsprettu alls. Eg get því
aldrei komist í algjör þrot. Geri eg skyldu mína og liggi ekki á
liði mínu, sér alvizkan með öllum sínum úrræðum mér borgið.
Allur ótti sé fjarri mér. Hví skyldi eg hræðast, eg eilíföarbarniö,
sem Guð hefir skapað til að láta ná þroska gegnum margar ver-
aldir. Nú er eg aöeins í fordyrinu að hans dýröarheimum. Ætti
eg ekki að vera hugrór þessa stuttu stund? Þessi jarðneska æfi
líöur furðufljótt og er henni lýkur viö aðkomu hins líkamlega
dauöa, þá flyzt eg aðeins til nýrrar og blíðari veraldar. Þá skilst
mér betur alt, sem mér þótti erfiöast hér. Guðs vísdómsfullu ráö-
stafanir birtast mér þar betur og þá sé eg, að afskifti forsjónar
hans af mér voru meiri en mig grunaði. Eg skal vera hugrór og
eg skal venja mig á að vera glaður og láta liggja vel á mér.
Gæzka Guðs vakir ávalt yfir mér. Eg bý í skjóli hins hæsta.—