Sameiningin - 01.12.1926, Qupperneq 21
37i
ÆtíS og allstaÖar þar sem drýgja þarf dáö í þjónustu hins
góÖa, sanna og rétta, er ýms tröll og óvætti að óttast? erfiÖleika
og hættur, sem vekja ótta og geig. HugleysiS og óttinn segja:
“VaraÖu þig! Þetta fer illa og skaSar þig! HvaÖ skyldi verða
sagt og dæmt um þig? Þú verður að aðhlátri, veldur hneykzli,
vekur gremju og reiSi hjá mörgum manni! Þér er betra aS ganga
á bug við áhættuna, foröast eldinn, svo að hann brenni þig ekki,
flýja vopnin, svo að þú verðir ekki sárum særður!” Þannig láta
þær, hinar áleitnu raddir, sem reyna aS lama hetjuanda áræSisins,
og veikja viÖleitnina til aS fylgja því fram, er sannfæring og
samvizka segir aÖ sé satt og rétt. Einhver versta, lævís'asta og
hættulegasta freistingin á vegi vorum er sú, sem leitast viS aS
hræða oss frá að gjöra rétt og drýgja dáðir skyldurækni og karl-
mensku í lífi voru. Og sá, sem fellur fyrir þeirri freistingu, verS-
ur lama maður, andlega og siSferSislega, máttlaus' til góðra verka',
gagnslaus á orustuvelli lífsins. Gagnvart þeirri freistingu er hún
góð lífsreglan þessi: Hikaðu ekki við að gjöra það, sem þú ert
smeikur við að hætta á !
Drottinn vor Jesús Kristur hefir að vísu ekki orðað þessa
lífsreglu svona. En hann hefir á marga vegu kent hana, útslcýrt
og rökstutt í öllu lífi sínu. 1 dæmisögu sinni um talenturnar legg-
ur hann þessi orð í munn þeim manni, s'em hann nefnir illan og
latan þjón: “Herra, eg þekki þig, að þú ert maður harður. Og
eg varð hræddur, fór því burt og faldi talentu þína í jörðu.”
Það var áhætta í því að leggja féð í verzlunarfyrirtæki, áhætta,
sem hann var hræddur við. En húsbóndi hans svaraði: “Þess
vegna bar þér einmitt að selja fé mitt í hendur víxlurum; þá
hefði eg fengið mitt aftur með' vöxtum, er eg kom heim.” En
þetta var sama sem húsbóndinn segði: “Þú áttir einmitt að gjöra
þaö, sem þú varst smeikur við aö hætta á!”
Það er jafnan áhætta samfara hverju því verki, s'em nokkuð
er varið í. Þessvegna er árœðið lífsnauösyn. T>að hefir jafnan
verið meginstyrkur þeirra, er komu góðu og þörfu verki í fram-
kvæmd. Það sannar sagan og reynslan. Og meira en það: Á-
ræðiö er eina leiðin til að geta gjört skyldu sína við Guð og menn
og vera trúr því besta og dýrmætasta, sem í manni býr. Sá sem
sífelt lítur um öxl, haltrar til beggja hliða, sýnir mönnunum ólikt
andlit eftir því sem á stendur og iítilvægir stundarhagsmunir
bjóöa, fer í manngreinarálit, hefir “tungur tvær og talar sitt með
hvorri,” þorir ekki sjálfur persónulega aö standa við orð sín og
gjörSir, sá maður er veslastur allra. Hann er eins og stjórnlaust
og stefnulaust rekald á hafi lífsins'. Og öldur atvikanna kasta