Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1926, Blaðsíða 22

Sameiningin - 01.12.1926, Blaðsíða 22
372 honum loks eins og strandgóssi upp í fjöru.einhversstaðar ■— eng- inn veit ;hvar. Tækifæri og möguleikar æfi hans til að vinna góS og drengileg verk, og marka spor viS tímans' sjá eftir getu sinni og hæfileikum, verða honum fólgnir fjársjóÖír, sem óvætti og drekar ótta og hugleysis bægja honum frá aS gjöra sér og öSrum arðherandi. Og hæfileikar hans og kraftar verSa eins og kon- ungborin börn í álögum og tröllahöndum, bandingjar, sem enginn leysir. En hinn, sem er áræðinn, sá þorir að taka á sig áhættuna viS það að vera heill maSur, sjálfum sér og GuSi trúr. Hann lætur engan ótta bægja sér af þeirri braut. Hann tekur sér til fyrir- myndar, karlmenskudæmi víkinganna, er fornsögur vorar segja frá, þeirra er brendu skip sín, er þeir stigu á land þar s'em þeir ætluðu að leggja til höfuSorustunnar og sigra og leggja undir sig ríkið eSa falla aS öðrum kosti. Það er aS visu dæmi frá liðnum tíSum, dæmi frá gjörólíkri öld þeirri er nú lifum vér á, dæmi um afburSamenn að djörfung og áræði, dæmi úr heiðinni sögu. En þótt nú s'é öldin önnur, þótt nú sé meS öðrum vopnum vegið og önnur sigurlaun að fá, þótt aíburSamenn sé fáir, eins og jafnan hefir verið, og þótt hin kristna karlmenskuhugsjón beri mildari og helgari svip en hin heiSna, þá er þó enn nóg tækifæri til að drýgja dáS karlmenskunnar. Enn er brýn þörf á áræSi, áræði til aS heyja höfuðorustu lífsins, sigra og leggja undir sig ríkið í kristilegum skilningi. Nú er þörf að leggja GuSi til, berjast fyrir sigri ríkis hans. Nú og jafnan er þess þörf, aS vera trúr því bezta, sem Guð gaf hverjum manni og berjast meS hugdirfS konungsins Krists fyrir sigri Guðs ríkis 'í sjálfum sér og meðal bræSra og systra í þjóð sinni. Nú er þörf aS lifa sem endurleystur maSur, vita syndir sínar fyrirgefnar og öSlast í þeirri vissu það áræSi er segir: Statt upp og gakk og drýgðu dáð !í GuSs ríki! Og, ef á þarf að halda: Gjörðu einmitt það sem þú ert smeikur viS aS hætta á! íslendingur! Kristur kallar á áræSið í sál þinni, áræði vík- ingsins, áræSi landnemans, er fer í fjarlægt land til að reis'a sér bygSir og bú í óyrktri auðninni. Beittu kristilegu áræSi til þess að rækta gróður og grafa gull úr jörSu eðlis þíns og bræSra þinna. Hin íslenzka lund á bæSi frjóa mold og málmauðug fjöll. Þar er mikiS andlegt starf óunnið, aS vinna það auðuga land Guði til handa, og rækta þar sæSi Jesú Krists. Guð gefi að áræði og karlmenska islenzks lundarfars megi bera þann helga og milda svip, er endurspeglar dýrS Drottins vors Jesú Krists, er var áræðnastur allra!

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.