Sameiningin - 01.12.1926, Page 26
376
Horfur í Japan.
NitSurl.
Það er íhugunarvert, aö ekki eru liðin nema sextíu og tvö ár
síðan japanskur mahur varð fyrstur landa sinna til að taka sidrn
á vegum mótmælenda. Sá sem manninn skírði’var séra James H.
Ballagh, trúboði frá Reformertu kirkjunni í Ameriku. Liðu svo
sex ár áSur söfnuður yrði myndaður. En nú er svo komið, eftir
síðustu sbýrslum, að x Japan eru 281,391 Mótmælendur, og talan
eykst ár frá ári mjög ánægjulega. Rómversk-kaþólska kirkjan
telur þar 270 söfnuði með 76,143 meðlimum, og gríska kirkjan
267 söfnuði með 36,265 safnaðarlimum. Og þó eru áhrif kristin-
dómsins í raun réttri miklu meiri þar, heldur en skýrs'lur þessar
sýna. Hér um bil alstaðar voru það 'menn úr riddarastéttinni,
Samúrai svo nefndir, sem fyrstir tóku trú, en úr þeirri stétt er
meiri hlutinn af leiðadi mönnum landsins á þessari tið. Af allri
þjóðinni er hér um biil einn maður kristinn af þúsundi, en einn af
hverju hundraði mentamanna. Japanskir kirkjumenn eru líklega
meiri gáfurn gæddir og betur mentaðir að meðaltali, heldur eir
kristið fólk í nokkru öðru landi, þótt ef til vill mætti finna ein-
hverjar undantekningar. Sérstaklega eru kristnir menn liðmargir
á meðal blaðamanna og skólakennara. Þegar eg heimsótti Japan
í annað sinn, var mér sagt, aö kristna ritstjóra mætti finna í tuga-
tali í Tókíó einni, og að fjórtán fulltrúar ií ríkisþinginu væri
sömu trúar. Mai-gir liðsforingjar í landhernum og flotanum eru
kristnir menn; svo og talsverður hluti verslunalýSsins og manna i
æði'i stéttum. Einn af prófessorum ríkisháskólans í Tókíó hefir
sagt, að heil miljón manns í Japan, sem standi utan vébanda
kirkjunnar, hafi náð þeim skilningi á kristindóminum, að jafn-
vel þótt þeir sé óskírðir, þá leitist þeir við að lifa eftir kenning-
um Krists. Og Ókúma greifi hefir sagt, að jafnvel þótt varla
væri 200,000 manns á meðlimaskrá kirkjunnar, þá yröi kristinna
áhrifa vart á öllum sviöum þjóðlífsins.
Séra J. G. Dunlop, s'em kom aftur til Japan úr orlofsferð á
síðasta hausti, skrifaði þaðan í síðastliðnum Desember á þes'sa
leið: “Aldrei hefir annar eins dagur runnið upp yfir héraði þessu
eða öðrum héruöttm í Japan. I þessum mánuði hefi eg skírt fólk í
fjórum bæjum; eg skírði sjö fullorðna i einni kirkju, en í annari
fimtíu fullorðna og tvö böm, á sunnudaginn var.”
Af tvö hundruð fimtíu og sex námsmeyjum í Hókúsei
stúlknaskólanum í Sapporó, buðu sig fjörutíu fram til kristin-
dómsstarfs á “ákvörðunardegi” fyrir nokkrum árum; þrjátiu og