Sameiningin - 01.12.1926, Síða 27
377
sex ásettu sér að leiÖa að minsta kosti eina per.sónu til Krists á
árinu; áttatíu og sex meðtóku Krist og báðu um skírn, og sextíu
og sex beiddust þess, aS bebið væri fyrir sér, svo aS þær mættu fá
betri skilning á því, hvaS það væri aS vera kristinn maður. Biblíu-
lestrarfélög og trúboSsbálkar í blööunum eru mjög vænlegir þætt-
ir í verkinu. Hér um bil hver einasti trúboði 'hefir af biblíulestr-
ar hópum aö segja, en í þeim eru stúdentar, kennarar og dag-
launamenn. Nemendurnir eru ástundunarsamir og margir þeirra
taka trú. Og kristniboðsdeildir í blööunum hafa borið harla góö-
an ávöxt, og sýnir það herlega, aö margir, sem ekki fást til aö
sækja kirkju, í byrjun aö minsta kosti, eru þó fúsir til aö hugleiða
kristindóminn i einrúmi heima hjá sér.
Annar merkisviöburöur, sem lengi verður í minnum hafður
í sambandi viö kristnisögu Japana gjöröist 13. og 14. nóvember,
árið 1923. Þá var “Kristilegt alþjóðarfélag Japana” (National
Christian Counil of Japan) formlega myndað í Tókíó. Voru þar
saman komnir erindrekar frá nálega öllum félögum eöa hópum
kristinna manna þar i landinu, og lögöu smiöshöggið á félags-
myndun þá, sem bráðabirgöanefndir höföu áður haft i undirbún-
ingi. Japönsku blaði fórust þannig orð um hreyfing þessa, að
með henni væri stórlega flýtt fyrir komu guðsríkis í Japan. Aö
áhrifa kristindómsins heföi orðið vart í þjóðlífi Japana, það var
ljóslega viðurkent með trúmálafundum þeim, sem hafnir voru í
febrúar 1924. Fundir þeir voru haldnir aö tilhlutun Fíjoura
stjórnarformanns 0g vildi hann með því móti fá andlegu leiðtog-
ana sér til hjálpar í tilraunum þeim, sem gjörðar voru tii að hressa
þjóðina við eftir hörmungarnar í landskjálftunum. Forsætisráö-
herrann vildi bæta hugarástand þjóöarinnar, og kallaði fyrir sig
forstöðumenn Buddadiofanna, Sjintó-hörganna og kristinna
kirkna til að spyrja þá ráða. Þetta var sláandi dæmi um álit það,
er kristindómurinn hefir getið sér sem trúarlegt afl í ríkinu. Þess
konar viöurkenning hefði verið óhugsanleg fyrir fimtíu árum.
Mitt í öllu umrótinu, sem nýlega hefir komist á hermálin, at-
vínnrunálin og stjórnmálin í Japan,, gjöra þar ýmsar hreyfingar
vart við sig, sem eftirtektarverðar eru. Snemma á þessu ári voru
með keisaralegri tilskipun samþykt lög um “almennan kosningar-
rétt,” sem í fyrra voru samþykt í ríkisþinginu. Lögin lækka ald-
urstakmark kjósenda niður að hálf-þrítugu og auka kjósenda-
fjöldann um tíu miljónir eða því sem næst. Ekki gefa þau kven-
fólki kosningarrétt; en þó hefir framför kvenna í mentun, i áhrif-
um, í alls1 konar félagslegri starfsemi, verið eitt af táknum nú-
tíðarinnar í Japan. Alþýöu-skólakerfi stjórnarinnar er nú komið