Sameiningin - 01.12.1926, Side 28
37§
á fastan fót um alt ríkið. Almenningsálitið er opinskárra en áður,
og tilþrifamikil umbótaviSleitni, sem fæst viÖ a<5 efla hag verk-
smiöjulýösins, talanarka vínnautn og sporna við ósiðsemi, er nú
óöum aö færas-t í aukana. Enginn má þó imyndá sér aö Japan sé
í þann veginn aö vei'ða kristið land, og ekki má heldur gjöra of
l'ítið úr öröugleikunum, sem framundan eru. Það er að sönnu
mjög gleöilegt að hugsa um það, sem þegar hefir áunnist. En
Japanar eru 66 miljónir talsins, og enn er verkefnið yfrið nóg
fyrir kristniboðsstöövarnar aö boða fagnaðarerindiö miljónum
fólkk, sem japönsku söfnuðirnir ná ekki til, því aö þeir eiga fult i
fangi meö að boða trúna hver í sínu nágrenni. Þaö eru enn á að
gizka 44 miljónir Japana, sem aldrei hafa heyrt Krists getið.
Þjóðin græddi ákaflega mikið fé í heimsstríðinu, en þá braust út
efnishyggja eins og flóð yfir landið,fjárhagsmálarígur át víða um
sig í þjóðlífinu; siðferðisástandið, sem vont var áöur, versnaði
um allan helming, og stjómmálaókyrðin varö svo mikil, að þjóðin
hafði aldrei séð annað eins. Hinn síðasti af stjórnmálaöldungun-
um, sem veittu málum þjóðarinnar forstöðu í meira enn manns-
aldur, er nú dáinn, og fáar hendur eru nú færar til þess aö halda
um stjórnvölinn. Það er rót á öllu þjóölífinu; fiæyðandi rastir og
þver-rastir, sem óvíst er aö hverju stefni.
En ástand þetta leiðir því betur í ljós þörfina á fagnaðarer-
indi Jesú Krists. Japan er réttilega talin eitt af kristniboössvæð-
um þeim, sem sérstaklega mikið er undir komið. Þessi þróttmikla
glaðvakandi, fjölhæfa þjóð gæti komið miklu til leiöar í þarfir
guðsríkis. Endurfædd Japan mundi veröa áhrifadrjúg í Austur-
Asíu, og jafnvel í öllum heimi. Sjálf þjóðareiningin, sem þar
er svo sterk, myndi stórum auka framsóknar-afl hennar á vegum
réttlætisins. Dugnaöurinn og hugrekkið,; sem Japanar eiga svo
mikið af, fúsleikinn til að laga sig eftir breyttum ástæðum, fórn-
fýsin, viljinn til að voga öllu, og lífinu með, fyrir upptekið mál,
—allar þessar einkunnir, væri þær innblásnar og gagnteknar af
anda Krists, myndi veita Japönum þann góðverknaðar-kraft, sem
heimurinn hefir aldrei þekt áður. Endurfæðingar öflin eru þegar
vinnandi, og er mikils af þeim að vænta. Margir vitrir Japanar
eru farnir aö veita þeim stuðning af alefli. Og skapferli Japana
gefur manni rétt til að vænta mikils góðs um árangurinn í kom-
andi tíð. G. G.