Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1918, Blaðsíða 12

Sameiningin - 01.11.1918, Blaðsíða 12
266 eigi ekki að ihugsa aðeins um sjálfa sig, heldur líka um aðr- ar þjóðir. pað eigi ekki aðeins að vera stórþjóða-stjórn í heiminum, eins og að undanfömu ihefir verið, heldur allra- þjóða-stjórn, smárra sem stórra. Allar þjóðir eigi að hafa sinn rétt, eins og allir einstaklingar eigi að hafa. Lýðveldis- kenningin, sem hingað til hefir ekki náð lengra en til stj óm- arfarsins í löndunum með lýðveldis-fyrirkomulaginu, á nú að ná til stjórnmála þjóða í milli. Mátturinn á ekki aö segja fyrir um réttinn, heldur rétturinn sjálfur að vera æðsitur. 0g sú kristilega hugsjón er að ryðja sér til rúms, að engin þjóð eigi að lifa sjálfri sér einungis, eins og enginn maður á að lifa sjálfum sér aðeins; en að sú þjóð isé mest, sem sé beztur þjónn. pjóðirnar eigi því að ganga í bandalag til þess að sjá um, að engin þjóð geti í eigin fullveldi eftir þetta rofið heims- friðinn. Heill alira sé undir því komin. 0g samvinnu allra þurfi, til þess að sjá um að þetta megi verða. Heimurinn sé heimili allra þjóða. Hver þjóð sé einn limur þessa heimilis. Og því skylda hvers þessa hms að hugsa urn það, sem horf ir heimilinu til heilla. pessi samdráttur og samhugur, sem er að verðá með þjóðunum, og búist er við að verði ennþá meiri að stríðinu loknu, Ihefir haft áihrif á hugina heima hjá hverri þjóð, sem orðið hefir fyrir áhrifunum. pað hefir haft áhrif á flokks- línurnar. pær eru ekki eins skarpar. Samúðin er að aukast, og þá um ieið samvinnan. Og tilfinningin líka að verða meiri fyrir því, að heildarinnar gagn sé það, að samtök og sam- vinna geti orðið sem mest. petta er sannarlega gott og blessað. Og ef heimurinn þannig færist saman fyrir stríðið, þá megum vér þakka Guði fyrir blessunina; honum, sem getur látið og vill láta hið illa, sem mennirnir gera, verða til blessunar; já, getur, elns og segir í einu sálmsversinu. “breytt synd í dygð, breytt táli’ í trygð, gert trú úr vantrú minni; breytt reiði’ í líkn, breytt sekt í sýkn, gert sælu’ úr refsing sinni”. Eða eins og Hannes Hafstein segir: “Drottinn gerir nákuls næðing notabyr að lífsins gnótt.” Hreyfing þessi fer nú ekki fram hjá kirkjunni, sem

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.