Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1918, Blaðsíða 22

Sameiningin - 01.11.1918, Blaðsíða 22
276 ræmi og ósamræmi; en samræmið er takmarkað og einskorð- að. Samhljómamir ekki nema sex í hverri tóntegund, og hver þeirra verður að hvíla á vissum grunntóni, til þess að samræmið sé fullkomið. En þau tónasamböndin mega heita ótöluleg, sem ekki mynda fult samræmi. ósamræanið er að- al viðfangsefni sönglistarinnar; á ;því hærra stigi sem hún er, því meira og margbreytilegra verður ósamræmið, því lengur heldur það velli, áður en það fær að leysast upp í samræmi. Óþroskað eyra þolir tiltölulega lítið af ósamhljóima tönum, og krefst þess, að samræmið komi sem fyrst. proskað eyra fær meira og meira yndi af tilbreytingum ósamræmisins, get- ur beðið lengur og lengur eftir úrlausninni, sem líka er ofið úr samræmi og ósamræmi — gleði og sársauka. óþroskuð sál krefst þess, að gleðin sé sem mest, að hrygð og þrá leys- ist isem fyrst upp í unað og sælu. proski slarinnar er að miklu leyti í því fólginn, að geta þolað meira og meira af ó- blíðu og sársauka, og fundið þar hina helgustu fegurð lífsins í; að geta Iært að njóta lífsins — í háletiustu merking þess orðs — jafnt í skuggum þess og sólskinsblettum, í samræmi þess og ósamræmi. Sú lærdómsleið er löng og erfið. pú kemst þar aldrei langt áfram, mema þú lærir þegar í byrjun að leita athvarfs hjá Guði í óblíðunni, að finna þar hælið óhulta í öllum hverf- ulleikanum, að beygja þig undir vilja hans, ekki með þræl- lyndi, heldur í barnslegu trausti. “Veikur maður, hræðstu eigi, Ihlýddu, hreyk þér eigi, Iþoldu, stríddu. pú ert strá, en istrt er Dórottins vald. Hel og fár þér finst á þínum vegi; fávís maður, vittu, svo er eigi, haltu fast í íherrans klæðafald! Lát svo geysa lögmál hels og nauða, lífið hvorki skilur þú né hel. Trú þú:— Upp úr djúpi dauða Drottins rennur fagrahvel. G. G. Séra Stefán Paulson. Viö eimhverja elztu og sögurikustu kirkjuna í Philadelphia, St- Michael kirkjuna lútersku, er landi vor séra Stefán Paulson prestor og hefir verih um all-mörg ár. Nú hefir hann veriö skipaður auka- kennari viö guSfræðaskólann þar í borginni, sem kendur er viS Mt.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.