Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.06.1920, Qupperneq 1

Sameiningin - 01.06.1920, Qupperneq 1
Mánaðarrit til stuðnings kirkju og kristindómi íslendinga, gefið út af hinu ev. lút. kirlcjufélagi ísl. í Vestrheimi XXXV. árg. WINNIPEG, JÚNÍ 1920 Nr. 6 Ársskýrsla forseta til kirkjuþings 1920 Háttvirta kirkjuþing! Það er mér mótlæti meira en eg fái skýrt frá, að eg' ekkij á þnss kost að koma til kirkjuþings í þetta sinn. Heilsa mín er nú svo biluð, að læknarnir banna mér alla áreynslu um tíma, og samkvæmt fyrirskipun þeirra verð eg að halda kyrru fyrir. Eg veit, að Drottinn hefir látið mótlæti þetta að höndum bera mér til blessunar, og vil eg leitast við að beygja mig undir vilja hans í Jesú nafni. Vara-forseta, séra Kristni K. Ólafssyni, hefi eg gert aðvart um að taka við störfum mínum á kirkjuþinginu, og veit eg þeim vel borgið í höndum lians. Eg hefi leit- ast við að undirbúa þingið sem bezt eg gat. Áætlaða dagskrá þingsins hefi eg birt í Sameiningunni. Vitan- lega er hún einungis til leiðbeiningar, og er á valdi þingsins að breyta henni eftir þörfum. Með því að ekki getur orðið af fyrirlestri þeim, sem eg átti að lialda í Wynyard sunnudagskvöld 20. júní, vildi eg ráða til þess, að á því kvöldi væri haldinn trúmálafundur þingsins, en fundurinn fyrirhugaði í Mozart á laugardagskvöldið væri almennur starfsfundur. Tveimur heimboðum hefi eg tekið á móti og þegið fyrir þingsins hönd, eins og sjá má af starfsskránni. 1 því sambandi vil eg geta þess, að eg liefi lofað því þeim, er borið Iiafa fram heimboðið frá Les- lie, að þinghlé skyldi vera á mánudaginn frá kl. hálf ellefu f. h. til kl. átta um kvöldið. Vona eg að þingið

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.