Sameiningin - 01.07.1922, Side 10
202
vörur. Einnig má feröast á bíl frá Blaine til Point Roberts, en
sú leiS er yfir 30 mílur. Fyrstu ferö mína út á Point Roberts
fór eg á bátnum, og var eg eini farþeginn í þab skiftið. Ekki
mun báturinn góöur í stórsjó, en eg var svo heppinn, aS þaS
var gott í sjóinn oftast. En sá er galli á bátnum, aö á einhvern
hátt lendir allur ódaunn af óbrunnu gasi, er vélin sleppir frá
sér, inn i klefa þann, er farþegunum er ætlaSur. Voru Point
Roberts búar aö reyna aö fá því til leiöar komiö, aS þeir fengju
stærri bát, er- gengi milli Bellingham og Point Roberts. E'kki
hefi eg frétt, hvernig þaS hefir fariö, en erfiSleikinn viS að fá
bætur á samgöngum,. stafar af því, aS ekki eru nema um 300
íbúar á Point. Roberts, en þaS svarar tæpast kostnaSi, aS hafa
•verulega góS samgöngutæki, þar sem ekki getur veriS um
meiri flutning aö ræSa.
Eg var alveg ókunnugur fólki á Pt. Roberts, áSur en
mig bar þar aS garSi í vetur. Tvo menn þar búsetta hafSi eg
áSur séS, þá Kolbein Sæmundsson, póstafgreiSslumann á Pt.
Roberts, er eg hafSi kynst í Winnipeg, og Jón BreiSfjörS, er
eitt sinn var járnsmiSur á 'Mountain í NorSur Dakota. HafSi
eg því veriS aS spyrjast fyrir um bygSina. í Blaine var mér
sagt, aS þar mundu vera um 20 íslenzkar fjölskyldur. Þegar
út- á tangann kom, var mér sagt, aS þar mundu vera nær 30
heimili íslenzk. Eftir aS eg fór aS kynnast, sannfærSist eg um,
aS þau eru nær 40, og loks sagSi mér athugull maSur, aS ef
einbúar og alt væri taliS, mundu vera þar 43 íslenzk heimili.
Munu ekki vera nema um 60 manns af öSrum þjóSflokkum en
íslendingum á tanganum.
Flestir íslendingar á Pt. Roberts komu þangaS frá Vict-
oria. Var þá meiri partur tangans þakinn stórskógi, og ekki
var þá hægt aS fá þar heimilisréttarland, því fyrir stjórn
Bandaríkjanna hafSi vakaS, aS setja þar herstöSvar. Settust
menn því aS á landi, er þeir kusu sér, án þess aS hafa nokkra
tryggingu fyrir því, aS þeir .fengju nokkurn tíma eignarrétt
fyrir því. Liöu svo 13 ár, frá þvi menn settust þar aö, þar til
þeir fengu eignarrétt á landinu, er þaS loksins var afráöiö af
Bandaríkjastjórn á dögum Roosevelts forseta, aS ekki ætti aö
gera hervirki úr þessu norövesturhorni Bandaríkjanna. TafSi
þessi óvissa framfarir,. eins og eSlilegt var. En aftur var þaS
mikil hjálp fyrir frumbyggjana, meSan búskapurinn var skamt
á leiS kominn, aS hægt var aS fá góSa atvinnu á sumrin viS
fiskiveiöar og á niSursuSuhúsum, og hjálpaSi þaS eflaust mörg-
um aS koma undir sig fótunum. Nú er sú atvinna orSin miklu