Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1922, Blaðsíða 6

Sameiningin - 01.07.1922, Blaðsíða 6
198 “Yfirlýsing. 1. ’MeS því aS æskilegt er, aö ráöin yrði bót á þeirri sundrung, sem kirkjumálin hafa valdiS út um bygöir Islend- inga vestan hafs; 2. Með því að tilhlýSilegt er, að þeir, sem af sama bergi eru brotnir kirkjulega og þjóðernislega, og hvorki vilja glata lúterskri kristni né ísl. þjóðerni, eigi sameiginlegan kirkjufé- lagsskap, sem standi í sem nánustu sambandi við hina lútersku þjóðkirkju íslands; 3. Með því að lútersk kirkja þéssa lands, sem áður var í mörgum pörtum, er nú að renna saman í stærri heildir; 4. Með því að ekki er hægt að ganga fram hjá rannsókn ritningarinnar og öðrum rannsóknum, sem kristindóminn snerta; 5. Með því að hugsana- og samvizku-frelsi hefir ávalt verið sögulegt einkenni lúterskrar kirkju; Lýsir þingið yfir því, að samkvæmt grundvallarlögum kirkjufélagsins eigi hver sá söfnuður fullkomlega rétt á sér innan Hins ev. lút. kirkjufélags íslendinga í Vestur- heimi, I. Sem trúir að Jesús Kristur og fagnaðarerindi hans sé grundvöllur trúar og lífernis; II. Sem hefir i heiðri játningar lúterskrar kirkju og kristn- innar í heild sem mikilvæg söguleg skilríki; III. sem vill tileinka sér Guðs orð og notfæra það í anda hinn- ar ev. lút. kirkju. Með þessari yfirlýsingu falla hér með úr gildi þær kirkju- þings samþyktir, sem áður kunna að hafa verið gerðar og koma í bága við yfirlýsingu þessa. Gardar, 23. júní 192.” fSömu nöfn og standa undir tillögunni um breyting á grundvallarlögum) Nefnd kirkjufélagsins haföi ekki aS öllu leyti getað fallist á tillögur þessar, og hafði samiS hliðstæðar tillögur á þessa leið: “Frumvarp til grundvallarlaga-breytingar. 4. grein: Kirkjufélagið játast undir hinar Almennu trúar- játningar kirkjunnar, ásamt hinni óbreyttu Ágsborgarjátningu og Fræðum Lúters. En það setur þó ekkert af þessum ritum jafnhliða heilagri ritningu.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.