Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1922, Blaðsíða 25

Sameiningin - 01.07.1922, Blaðsíða 25
217 Sízt vil eg gera ráS fyrir, að vér eigum marga menn, yngri eða eldri, er taka vildu þátt í athæfi félaga Thorntons, eða í einhverri svipaðri óhæfu. Mig langar helzt til að vona, að vér eigum ekkert af slíku fólki. En eg er sárhræddur um, að vér eigum ekki svo fátt af fólki, seln líkt sé ástatt fyrir og karli einum i New York, er blöð gátu um árið 1916. Karl þessi var áttræður að aldri, vinalaus og allslaus, að því er hann vissi bezt. Hiafði hann sótt um vist í fátækrahæli elnu, og var að láta ofan í skrinu sína fatagarma og annað smá- vegis, er hann átti. Kunningi hans var að hjálpa honum. Er þeir höfðu verið að þessu stundarkorn, sér kunninginn stóra bók á hyllu uppi undir þaki í kofanum, seildist til hennar og ætlar aö taka ofan, en sökum fádæma þykkrar húðar af ryki og skúmi, er á bókinni var, missir hann handfestu á henni og hún fellur niður á gólf. Við fall bókarinnar opnaðist hún og út féllu nokkrir bankaseðlar. Kunningi gamla mannsins fór að verða forvitinn, þrífur bókina upp, opnar hana rækilega og tínir út úr henni $5,000 í góðum og gildum Bandaríkja bankaseðlum. Skoðar hann síðan bókina rækilega. Þetta var þá stór og göm- ul “familíu” biblía, i afar vönduðu bandi og læst með silfur- spöngum. Gamli maðurinn gat engu orði upp komið fyrst í stað, svo forviða varð hann. Við rannsókn kom það upp, að föðursystir gamla mannsins, er andast hafði árið 1874, hafði í erfðaskrá sinni gefið honum “familíu” bibliuna, “með öllum þeim fjársjóðum”, sem í henni væru. Sá, er gjöfina þáði, bjóst vist við, að með “fjársjóðum” væri ekki átt við neitt ann- að en innihald bókarinnar. í þá fjársjóðu þótti honum ekkert varið. Fleygði hann bókinni því upp á hyllu og þar hafði hún hvílt óhreyfð í 42 ár. Nú fékk hann þó loksins hina sýnilegu fjársjóðu, er bókin geymdi, og þurfti ekki að flytja burt, eins og hann hafði ætlað sér. En fjársjóðuna ósýnilegu, sem föð- ursystir hans hafði ætlað að draga athygli hans að og koma honum til að þykja vænt um, með því að láta hann finna þar einnig jarðneska fjársjóðu, þá hafði hann enn ekki eignast. Hvort veslings gamli maðurinn náði nokkurn tíma traustum tökum á fjársjóðunum hinum dýrmætu, þei'm er “mölur og ryð fær eigi grandað”, um það getur sagan alls ekki. Verði þvi nú ekki framgengt hjá oss, að vér getum fengið mætur á orði Guðs, þá er naumast við því að búast, að boð- skapurinn, sem bygður er á því orði, verði heldur mjög vin- sæll. Mun það og vera allvíða, því miður, að boðskapur, sem að mestu, ef ekki að öllu, er laus við að vera boðskapur um

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.