Sameiningin - 01.07.1922, Page 19
211
nokkuö mörgum útgáfum, eöa myndum, og að söguhetjurnar
séu ekki æfinlega hinar sömu. En frásagan, eins og eg heyröi
hana fyrst, af vörum ræöumanns nokkurs, í stórum sal troö-
fullum af fólki, hljóöar á þessa leiö:
Alexander III., Rússakeisari, var einu sinni sem oftar
staddur í Kaupmannahöfn. Er þá sagt, aö hann og tengda-
faöir hans, Kristján konungur Jx., hafi einn dag faríö upp í
háan turn, ef til vill hinn naíntogaöa Sivalaturn. Þegar þeir
höfðingjar voru komnir álla' leiö upp og voru aö litast um frá
þessum háa stað, er sagt, aö Álexander keisari hafi snúiö sér
aö tengdafööur sínum og sagt eitthvað á þessa leiö: “Svo
mikið er vald mitt og óttinn fyrir tign minni afdráttarlatts í riki
mínu, aö hver af þegnum mínum, sem væri hér staddur, og ef
eg segði honum aö kasta sér niöur, og þó hann vissi að þaö
væri bráöur bani hans, þá dytti honum ekki annað í hug, en að
hlýða.” Er þá mælt, að Kristján konungur hafi litið góð-
mannlega og yfirlætislaust, eins og honum var lagið, til tengda-
sonarins volduga og sagt: “Ekki get eg, né vil, hrósað mér af
ööru eins afdráttarlausu valdi yfir öörum mönnum.; en eg get
gert eitt, sem þú getur ekki, og það er, að egl get verið með
hverjum þegna minna sem vera'skal, ’jafnvel hinum lítilmótleg-
asta og aumasta, á hinum afviknasta staö í ríki minu, og eg get
lagt höfuð mitt í kjöltu hans og sofnað rólegur, fullviss’ þess, aö
mig muni alls ekki saka. Þetta getur þú ekki.” Viö þetta varð
keisarinn auðvitað aö kannast. Því, þó veldi hans væri mikið,
þá voru vinsældir hans ekki meiri en það, að heill hópur manna
í rikinu heföi ekki hikaö við, að ráða hann af dögum, ef gott
færi hefði gefist. Man eg það og vel, að það var klappað rösk-
lega fyrir ræðumanni, þegar hann sagöi sögu þessa og heim-
færöi hana meira eöa minna sniöugt, þó mig minni, aö heim-
færslan, eða lexía sú, sem sagan átti aö kenna, væri ekki nærri
eins góð og sagan er .sjálf. Af lófaklappi því mátti ráöa, að
áheyrendur, og þaö alveg réttilega, vildu mörgum sinnum frem-
ur hafa átt góðar vinsældir Kristjáns konungs ix., heldur en
hiö mikla og afdráttarlausa vald tengdaso.nar hans, Alexanders
kéisara Rússa.
Og hví skyldi það ekki vera gott, að vera vinsæll ? Alt þó
undir því komið, fyrir hvað vinsældimar eru. Sé maður vin-
sæll fyrir eitthvað gott og verulega gagnlegt, sem maður hefir
unnið, eða er að vinna, þá er alveg sjálfsagt, að gleðjast yfir
þvi, ef maður er fyrir það vinsæll. En hafi vinsældirnar kom-
ið til manns fyrir eitthvað ómerkilegt, eða jafnvel éitthvað, sem