Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.02.1918, Side 4

Sameiningin - 01.02.1918, Side 4
354 Hann skelfdist. Hann tirylti við kvölunum. Alt veikt og- mannlegt sem í honum var, hrópaði og baðst undan kvöl- unum og dauðanum. Þetta hlýtur að fá á oss. Yér meg- nm ekki a;tla, að Jesús hafi, vegna g-uðdóms síns, verið hafinn upp vfir sársauka og kvíða mannlegs lijarta. Eins og freistingin var honum veruleg freisting, svo var kvöl- in, liæði á líkama og sál, sönn og veruleg. Hann kveið fvrir pínunni og krosskvölunum, eins og hver maður í hans sporum liefði.gert. Það er undursamlegt viljaþrek og skyldurækni, sem knýr liann, þrátt fyrir þetta, til þess að ganga fúslega út í píslirnar. Hann hætir óðara við: “nei, til þess kom eg til þessarar stundar”. Meðvitundin er lif andi ljós um það, að það, sem nú á fram að koma, sé eftir Guðs fyrirhuguðu alvizku-ráði. Hann veit hver stund það er, sem hann nú er kominn að, liann veit að það er stundin, sem faðirinn frá upphafi lieirns hefir ákveðið sem lausnarstund mannkynsins; sú stund að for- tjaldið rifni, sem varnar börnum mannanna inngöngn í hið allra helgasta í náðar-faðmi hins eilífa föður; sú stund, að hann sjálfur, hinn xitvaldi Guðs, hinn eingetni sonur föðursins, skuli verða hvorttveggja í senn: frið- þægjarinn og friðþægingarfórnin. Við þessa meðvitund hverfur kvíðinn og kvölin. Hann sér ekki og veit ekki annað en Guðs dýrð. Og nú biður hann: “Faðir gjör nafn þitt dýrlegt”. Biður þess eins, að nú megi fyrir sig og þá þraut, sem hann er kvaddur til að vinna, nafn föðurins verða dýrlegt; að það fái komið í ljós og allur lieimurinn fái séð það, hve dýrlegan föður mennirnir eiga, himneskan föður, sem elskar þá svo vel, að hann leggur alt í sölurnar fyrir þá, fórnar öllu fyrir þá. Það er eins og frelsarann hafi langað til þess, að lauga sig sérstaklega í dýrð föðurins, um leið og hann gekk út í píslirnar. Hann vildi liafa það síðast fyrir augunum, sem honum var fyrir öllu: dýrð föðurins, og vita það, að með því verki, sem honum nú bar að vinna, yrði nafn föðurins dýrlegt. Þá var ljúft að líða og ljúft að deyja — líða og deyja föðurnum á himnum til dýrðar. Og hann hlaut bænhevrslu. “Þá kom rödd frá liimni: Ba>ði hefi eg gjört það dýrlegt og mun aftur gjöra það dýrlegt”. Það var honum sem veganesti út á brautir kvalanna,

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.