Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.02.1918, Side 8

Sameiningin - 01.02.1918, Side 8
358 Jerúsalem er ein af elztu borgum heimsins. Hún er eldri en Gyðingaþjóðin. Hún er nefnd “úrú-salem” í kan- verskum iheimildum frá sextándu öld f. Kr. ]7etta uppruna- lega nafn mun þýða “Friðarborg”. Borgin mun hafa verið nefnd þessu nafni fyrir þá sök, að þar var vígi ágætt, sem lengi fram eftir öldum reyndist því nær óvinnandi. í fjór- tánda kapítula fyrstu Mósebókar kemur dularfull persóna allra snöggvast fram í sögu-ljósið og hverfur svo óðar fyrir fult og alt inn í myrkur gleymskunnar aftur. pað er Melkí- sedek, prest-konungurinn í Salem. petta konungssetur var að fróðra rnanna sögn Jerúsalem; þó er það engan veginn víst. Jósúa vann aldrei borgina. Hún var í höndum kanversks ættflokks, sem Jebúsítar voru nefndir, fram á Davíðs daga, og var á því tímaibili ýmist nefnd Jerúsalem eða Jebúsita- borg. Davíð vann að síðustu vígi þeitta, sem Kanaansmenn höfðu þannig haldið óunnu mitt á meðal ættkvísla fsraels í fjögur hundruð ár; hann gjörði Jerúsalem að konungssetri og ihöfuðborg þjóðarinnar, og flutti þangað sáttmálsörkina frá Síló. Frá þeim tíma og í gegn um alla sögu ritningar- innar — bæði gamla og nýja testamentið — er Jerúsalem andlegt höfuðból þeirrar þjóðar, jarðnesk miðstöð trúar- bragðanna gyðinglegu. Helztu atriðin úr sögu borgarinnar á þessu tímabili eru flestum kunn: Musterin þrjú, Salómons, Serúbabels og Heródesar, eyðing borgarinnar á herleiðingar- tímanum og fall hennar hið síðara, þegar rómverjinn Títus lagði þetta höfuð-aðsetur og vemdarvirki gyðingdómsins al- gjörlega í rústir árið sjötíu e. Kr. Eftir það hrun lá Jerú- salem í eyði um sextíu ára tíma. þá lét Hadríanus keisari reisa á rústunum nýja borg, sem átti að vera al-heiðin. Hún var kölluð Œlia Capitolina. Rómverjar gjörðu goði sínu Júpíter hof á hæðinni, þar sem musteri Drottins höfðu stað- ið; þeir bönnuðu Gyðingum að koma nærri borginni og lögðu dauðahegning við. Bann þetta var afnumið tveimur öldum síðar, á dögum Konstantínusar, og var þá borginni aftur gefið hið forna nafn hennar. Pílagrímsferðir kristinna manna til þeirra heilögu stöðva voru orðnar all-tíðar löngu áður, og jókust nú unnvörpum, einkum eftir að Konstantínus lét byggja kirkju á staðnum, þar sem sagt var að gröf Krists hefði verið. Persar tóku Jerúsalem á öndverðri sjöundu öld, brendu kirkju grafarinnar helgu til kaldra kola, og drápu flest-alt kristið fólk, sem þeir fundu í borginni. Heraklíus keisari, sem réð yfir austur-leifum rómverska ríkisins, náði borginni aftur eftir nokkur ár, en ekki all-löngu síðar var hún af hendi látin við Serki, þó ekki samningalaust, og héldu

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.