Sameiningin - 01.02.1918, Qupperneq 9
350
þeir umráðum yfir henni fram á elleftu öld. Píiagrímsferðir
kristinna manna tókust ekki af, þótt borgin væri komin í
hendur Múhameðsmanna; valt á ýmsu um kjör kristinr.a
manna í borginni á þessu tímabili, en þó voru þeir látnir
óáreittir oftar en hitt. Serkir bygðu bænahúsið nafnkunna,
sem kent er við ómar kalífa, þann er völd hafði yfir
Múhameðsmönnum, þegar þeir tóku borgina. Árið 1077
komu Tyrkir til sögunnar. peir náðu Jerúsalem úr höndum
Serkja, og breyttist þá hagur kristinna manna þar í borginni
og landinu. þeir sættu svo mikilli grimd og harðstjóm af
hendi Tyrkja, að kristnu þjóðirnar í Evrópu komust í upp-
nám hvað eftir annað, og lögðu út í hernað til þess að stökkva
þessum blóðþyrstu villutrúarseggjum burt úr landinu helga.
það voru krossferðimar. í fyrstu krossferðinni náðu
kristnir menn Jerúsalem. pað var árið 1099. J?eir héldu
borginni í áttatíu og fimm ár. pá vann Saladdín soldán
borgina aftur, og hefir hún verið í höndum Múhameðsmanna
ávalt síðan, að heita má, þangað til Bretar tóku hana í
Desember mánuði síðastliðnum.
Jerúsalem stendur á hálendi nokkru efst uppi á fjall-
ási þeim, sem gengur frá norðri til suðurs eftir endilöngu
Gyðingalandi vestan Jórdanar. Fjall-ás þessi er einna
hæstur, þar sem borgin stendur. Hún er beint vestur af
norður-enda Dauðahafsins. Borgarstæðið er nokkurskonar
höfði, áfastur við hásléttuna að norðan, en djúpar gilskorur
liggja utan um hann á aðra vegu. Á höfðanum sjálfum
mætast tvö gilja-drög, annað frá norðri en hitt frá vestri,
og mynda dalverpi, sem skerst í gegn um hann til suðaust-
urs. Svona leit borgarstæðið upprunalega út, en manns-
höndin hefir gjört þar miklar breytingar á, með stórvirkj-
um, sem hún hefir í gegn um allar þessar aldir reist þar,
hverja ofan á rústum annarar, á friðartímum, og rifið svo
niður aftur í styrjöldunum. Gilin sum hafa fylst og hæð-
irnar hækkað. Dalkvíslirnar fyrnefndu skiftu fjail-höfða
þessum í þrjár hæðir; lá ein til austurs, önnur til suðvest-
urs og sú þriðja til norðvesturs. Austur-hæðin er f jallhrygg-
ur, mílu-langur eða vel það, sem liggur frá norðri til suðurs,
og rís um tvö til þrjú hundruð fet upp yfir dalinn að austan.
Hann liggur um tvö þúsund og f jögur hundruð fet yfir sjáv-
armál, og sú var hæð borgarinnar til íoma, eða litlu meira.
Suðvesturhæðin er aflöng líka, með odda til norðausturs.
Hún er mest að ummáli og hæst; austur-endinn er jafnhár
austur-Jhryggnum, en að vestan er hún hundrað og fimtíu
fetum hærri, með bröttum hlíðum. priðja hæðin, sú til