Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1918, Blaðsíða 10

Sameiningin - 01.02.1918, Blaðsíða 10
300 norðvesturs, er fremur oddi út úr hálendinu en sérskiiinn háls. Hún lig-gur beint í norður frá suðvestur-hæðinni, og er lítið eitt hærri sú til austurs. pessar þrjár hæðir, að- skildar að mestu frá fjöllunum í kring, umkringdar djúpum dalskorum, gáfu borginni ágætt vígi, jafnvel þótt hæðimar umhverfis borgarstæðið væri enn hærri. pví fjöllin liggja umhverfis Jerúsalem á alla vegu. Gilið fyrir austan borgarstæðið er Kedrons-dalurinn nafnkunni. par fyrir austan er Olíufjallið og gnæfir yfir borgina. Austur-hæð borgarstæðisins, sem áður var lýst, er musteris-hæðin. Sá hluti hennar, sem musterið stóð á, hét Moría; Síon mun hafa verið annar hluti hennar; suður- endi hennar hét ófel. Að gjöra fulla grein fyrir staðhátt- um öllum og örnefnum borgarinnar og rekja sögu þeirra, yrði of langt mál hér. Borgarveggirnir voru rifnir niður oftar en einu sinni, og hefir þá lega þeirra breyzt, þegar þeir voru reistir upp. Um miðja síðustu öld lá borgin að mestu innan veggja þeirra, sem reistir voru á sextándu öld. Síðan hefir hún stækkað svo, að fleiri hús eru utan þeirra veggja en innan. Á þessu tímabili hafa umbætur margar verið gjörðar á borginni og landinu umhverfis. Nú liggur jámbraut frá Jerúsalem og ofan til Joppe, vestur á sjávar- ströndinni. Akvegir tengja hana við ýmsa aðra bæi í land- inu. Trúboðsfélög, bæði kaþólsk og prótestantisk, hafa komið þar á fót kirkjum, skólum og líknarstofnunum svo tugum skiftir; og Gyðingar hafa reist þar mörg samkundu- hús og líknarhæli. í Jerúsalem voru sextíu þúsund íbúar árið 1905. Sjö þúsund Múhameðsmienn, þrettán þúsund kristnir menn og fjörutíu þúsund Gyðingar. Nú mun íbúatalan vera um áttatíu þúsund. G.G. Trú og kenning. pýtt úr “The Ijutlieran”. “Seg mér frá því, sem þú trúir”, sagði Goethe, “eg á nógar efasemdir sjálfur”. Ef Goethe—- sem vissulega ef- aðist nóg — væri enn á lífi, hvernig myndi honum þá htast á margan ofvitann í ræðustólum lands síns og annara mót- mælenda-þjóða? Ef eitt hefir öðru fremur lamað afl og áhrif kennilýðsins á vorum dögum, þá er það lævís, rótgró- inn efi; og hins vegar, ef aflið og áhrifin aukast við einn

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.