Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.02.1918, Side 11

Sameiningin - 01.02.1918, Side 11
3G1 hlut öðrum fremur, þá er það trú, djúp, hughrífandi, stað- föst trú. Einn af okkar merkustu vísindamönnum, þeim er lúterska trú játa, maður, sem skaraði fram úr öllum vísinda- kennurum landsins í fiskafræði (vér eigum við dr. Lindahl prófessor, fyrrum kennara við Augustana College), sagði eitt sinn við oss, að þegar hann færi til kirkju, þá væri sér ekkert um þann kennimann gefið, sem teldi það aðal-verk sitt að sanna kristindóminn; ekki heldur um þann, sem full- ur væri af óheilum fjálgleika. Sem áheyranda væri sér # þörf á kennimanni með ósvikið erindi, manni, sem sjálfur tryði kenning sinni. “Lang-bezta og kröftugasta trúvömin í stól”, sagði hann, “er trúin sjálf, hjá þeim, sem orðið flytur”. Svipað vottorð um hinn sannfæranda kraft trúarinnar hjá kristnum ræðumanni kemur frá únítara-presti, sem um langa hríð hafði úr ræðustól sínum boðað skynsemskuna lystarlausum og sí-fækkandi hóp af áheyrendum. Enginn gat verið fjarlægari kreddum Sunday’s, sem eru grófgerðar og tíðum fráfælandi, heldur en þessi maður var. En eftir að hafa hlustað á hann nokkrum sinnum, þegar honum tókst bezt upp, þá fékk maður þessi djúpa virðing, ekki fyrir kreddum vakningamannsins eða leikaraskap, heldur fyrir sannfæring hans og trú á erindinu, sem hann flutti. Hún var svo ólík fálmi sjálfs hans, í efa-þokunni, tilraunum hans til að sannfæra sjálfan sig og aðra um þau atriði, sem sönn gæti verið. “Eg trúi ekki hundraðasta partinum af guð- fræði ‘Billa’,” sagði hann, “en það sem hreif mig var sann- færingin, isem manngildi hans hvílir á. Eg hefi síðan kom- ist í skilning um það, að eg trúi eftir alt saman kjarna- atriðunum í því, sem hann kennir — að syndin er banvæn sálum manna, og að það er ósegjanlega áríðandi að frelsa þær frá henni”. það, sem leiddi mann þenna inn á ókunna stigu í andlegum efnum, var ekki fræðakerfið hjá Sunöay, heldur trúarkrafturinn á bak við kenninguna. Lotningar- leysið og grófskuna gat hann fyrirgefið, en það var trúin, jákvæð og föst, sem hreif hann. Aflgjafi kennimannsins er trú. Vér höfum talað heil- mikið um réttlæting af trú á árinu, sem liðið er; en höfum vér þá við flutning orðsins borið krafti hennar vitni ? pað er mikilvæg spurning. Hversu hátt er ekki trúin hafin í nýja testamentimu! Spurningin mikla, sem liggur eins og rauður þráður í gegn um það ait, er: “Trúir þú?” Hversu hún var mikluð af frelsaranum! Og áherzlan, sem postul- arnir lögðu á hana! Hjartaslög hennar má heyra í allri

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.