Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1918, Síða 12

Sameiningin - 01.02.1918, Síða 12
362 kenning' þeirra. “pegar manns-sonurinn kemur, mun hann þá finna trú á jörðu?” pað var spurning, sem frelsaranum lá á hjarta. Hve skýr eru nú merki þeirrar trúar í ræðu- stólum vorum, Lútersmanna? Hér er ekki átt við trúna í fagnaðarerindinu, heldur við trúna í hjartanu, sem meðtek- ur fagnaðarerindið og ber krafti þess órækt vitni. Trúir þú því, sem þú kennir? Hvers konar vitni ber flutningur orðsins hjá þér um trú þína? pær spurningar eru áríðandi hverjum kennimanni. Jafnvel nafntogaðir rithöfundar, sem lítt hafa verið • kendir við evangelíska trú, kannast þó við afl og afar-mikil- vægt gildi trúarinnar. Carlyle hefir þetta eftir Goethe: “Trú og vantrú eru andstæður tvær í manneðlinu. Efnið í sögu mannsins allri, að því er eg fæ bezt séð, er baráttan, sem þær eiga í, hvor við aðra. Öll þau tímabil, þegar trúin ber hærra hlut, þegar hún er megin-afl og lífgjafi mann- legrar starfsemi, þau þekkjast á miklum, hughrífandi, frjó- sömum viðburðum, og eru verðug fullrar minningar. En aftur á móti, þegar vantrúin verður ofan á, þá er sú tíð ófrjó og smásmuguleg í eðli isínu; hún gefur anda mannsins ekkert fóður og elur börn sín við sult og seyru”. Við þetta bætir svo Carlyle frá sjálfum sér athugasemd |>eirri, sem hér fer á eftir, og sýnir þar, hve vel hann þekkir áhrif trúarinnar á sögu mannsins. “Fátt hafa menn látið sér um munn fara svo efnis- þrungið sem þessi orð. Trúin sýnir sig aldrei nema í heil- brigðum sálum, hún er tvent í senn, bæði heilsumerki og heilsugjafi, því þótt efinn sé ef til vill nauðsynlegur upp að vissu marki, eins og til að undirbúa andleg efni undir íhug- un, þá getur hann eftir alt saman ekki verið annað en óheilbrigt hugarástand, og skamvint, ef vel á að fara; en hver sú íhugun, sem endar í efa, er gagnstæð allri skynsemd. Efinn er andlegt magnleysi, hugarástand ofur-kvalafult, sem heilbrigð sál getur alls ekki þolað; geti hún ekki gjört neitt betra við hann, þá flýr hún frá honum. Efinn er til einskis nýtur, að séð verður, nema til þess að gefa huganum verkefni. En trúin er, sem sagt, heilsumerkið og heilsu- gjafinn, og þegar heill heimur er trúaður, þá megum vér ganga að því vísu, að sá heimur lætur eftir sig liggja bæði orð og verk, sem um munar”. Ef iheimsfrægir vitmenn, sem sjálfir gátu ekki af eig- inni reynslu borið vitni um kraft hinnar evangelísku trúar, gjörðu trúnni samt svona hátt undir höfði, hve miklu frem-

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.