Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.02.1918, Qupperneq 13

Sameiningin - 01.02.1918, Qupperneq 13
363 ur ætti þá ekki kristinn kennimaður að geta borið afli henn- ar vitni með prédikun sinni! G. G. Tvírœtt mál. i. Vafasamt gildi langrar þjónustu prests hjá sama söfnuði. Eftir Edward B. Bagby, prest í Baltimore, Md. pýtt af séra Sigurði ólafssyni. pað er orðið að vana, að hrósa þeim presti, sem þjónar sömu söfnuðum lengi. — pað er siður að telja það víst, að gildi þjónustu hans fyrir kirkjuna og bæjar- eða sveitafélag það, sem hann dvelur í, fari vaxandi með ári hverju. Hon- um er haldið á lofti sem ímynd sannrar ánægj u; glaður og ánægður í starfi sínu, virtur af söfnuði sínum og óáreittur af embættisbræðrum sínum er hann talinn. Og þessi mynd er að mörgu leyti rétt. Helgaður maður er trúr köllun sinni, vinnur stöðuglega að því að sá frækom- um trúarinnar, í þeirri von að herra víngarðsins muni á sínum tíma gefa ávöxt og uppskeru. Presturinn, sem þjón- ar lengi í sama söfnuði sér unga fólkið í söfnuðinum vaxa til fullorðins ára og verða feður og mæður. Ræðustóll hans verður að konunglegu hásæti, og þaðan horfir ihann yfir ánægt safnaðarfólk sitt og getur sagt: “pví hver er von mín, gleði mín og kóróna mín, munu ekki þessir mæta Jesú augliti til auglitis, við endurkomu hans?” — En þessi fagra * hugsjón nær ekki ætíð uppfyllingu. Stundum gerum vér mikið úr því, sem er í raun og veru þörf prestsins sjálfs. Presturinn er kyr í sama stað, af því hann fær ekkert tilboð annarsstaðar frá. Og stundum er honum hrósað fyrir stöð- uglyndi, þegar hann, í raun réttri, situr kyr af þrákelkni. Hann tekur ekki eftir vaxandi bendingum um, að breyting væri heppileg. Til eru menn, sérstökum hæfileikum búnir, eða undir sérstökum kringumstæðum, sem ekki ættu að láta sér til hugar koma að breyta til, en meðalmenn að hæfileikum starfa með blessunarríkari árangri í þremur mismunandi söfnuðum tíu ár í hverjum stað, heldur en í sama söfnuði í þrjátíu ár. Móti gildi langrar prestsþjónustu í sama söfnuði mælir sérstaklega tilbreytingarleysið. Hverjum presti lætur bezt

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.