Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.02.1918, Page 14

Sameiningin - 01.02.1918, Page 14
364 að leggja út af vissum atriðum boðskaparins, og hættan er, að hann fari þar nærri ósjálfrátt að eigin vilja. Og jafnvel þó að boðskapur hans ®é breytilegur, þá er hætt við, að skifting og meðferð efnisins verði lík þótt ræðu efni séu gagnólík. Hugurinn fer sínar ákveðnu leiðir, og hugsan- imar fá blæ hver af annari, eins og framkoma prestsins og sérkenni hans, bæði við flutning orðsins og í framkomu hans allri. Ekki er presturinn fyr búinn að lesa ræðutexta sinn, en þeir, sem sækja kirkju reglulega, eru færir um að sjá, hvaða leið hugsanir hans muni velja alla ræðuna út. Ameríkumenn eru breytingagjarnir menn. Allir vita, að auðveldara er að hreinsa með nýjum sóp, heldur en með gömlum. Allir eru ánægðari með nýjan bíl heldur en gaml- an og brúkaðan. Og fólk gerir sig ánægðara með nýja stjórn, en þá, sem lengi hefir setið að völdum. Hið sama á sér stað í söfnuðunum og kirkjulífinu. Nýtt líf, ný eftirvænting, ný von, lýsir sér hvarvetna við komu nýja prestsins. Allur söfnuðurinn er þá í spariföt- unum, ekki eingöngu hið ytra, í líkamlegum skilningi, held- ur og í andlegri merkingu. Og sama má segja um prestinn. Hann er líka klæddur í sín beztu föt; hann er í sínum bezta búningi andlega, ekki síður en líkamlega. Hann er von- góður, fullur af áhuga og kjarki. Hann byrjar starf sitt hjá fólki, þar sem hann þekkir fáa, og enn færri þekkja hann. Og nú byrjar hann með því að bera á borð fyrir söfnuð sinn, það bezta í ræðuformi, sem hann hefir á æfi sinni búið til. Og eins og presturinn, þegar svo stendur á, er ánægður # með sjálfan sig, svo er hann hjartanlega ánægður með nýja söfnuðinn. Allir sýna honum hlýlegt viðmót og kærleika. pama er fólkið, sem hann á eftir að þekkja ennþá betur, er stundir líða. par er Díotrefes, (3. Jóh. 9), sem ætíð vill láta mikið á sér bera. J?ama er líka Alexander koparsmiður, sem ef til vill, á eftir að gera prestinum erfitt fyrir. (2. Tím. 4 : 14). Evtýkus er þar líka (Postulas. 20 : 9, 12), bráðvakandi í dag, en eins líklegur til að “draga ísur” næsta sunnudag. Evódía og Sýntýke eru við messu, og langt frá því að vera samhuga. Ríki maðurinn er þar líka. Hann hlustar nákvæmlega eftir því, hvort nýi presturinn hafi nokkuð að segja, sem hægt sé að skilja sem sneið móti starfrekstri þeim, er hann

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.