Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1918, Blaðsíða 16

Sameiningin - 01.02.1918, Blaðsíða 16
366 Svarið verður: Kostimir eru margir, bæði fj'rir söfn- uðinn og prestinn. Fyrir prestinn, vegna þess að þannig þroskast hann bezt, og verður þess vegna betri ræðumaður og betri hirðir. Sá prestur, sem þjónar prestakalli aðeins í nokkur ár, freistast til þess í næsta söfnuði sírum, að nota eldri og áður fluttar ræður. Hin ýmsu störf prestsins, sérstaklega á nýju svæði, eru svo margháttuð og breytileg, og að vissu leyti hrífandi, — því öll breyting hefir það í sér fólgið, — að honum er nauðugur einn kostur að gera þetta, því hann er ekki fær um að koma í verk öllu því, sem hann þarf og á að afkasta. Hann verður að kynnast söfnuði sínum, í kirkju og utan hennar, á heimilunum ekki síður en við kirkjuna. Hann verður að læra, að svo miklu leyti sem unt er, og í hans valdi stendur, innræti og ástæður sérhvers sóknar- barns Auk alls þessa þarf presturinn að kynna sér og fylgjast með sérmálum bæjar þess eða sveitarfélags, sem hann starf- ar í, svo bæði þetta og annað starf hans, gerir honum afar erfitt að finna tómstundir til lesturs og nægilegs ræðu- undirbúnings. f nýju prestakalli verður presturinn sér í lagi þessara annmarka var. Á hverjum degi eyðir hann miklum tíma til að kynnast þessu eða hinu, sem fyrirrennari hans var vel kunnugur, en sökum ókunnugleika nýja prestsins, eyðist þannig tími — frá lestri og ritstörfum og hvíld. Fróður maður einn, er sérstaklega gerði sér far um að grenslast eftir því, segir, að nærri undantekningarlaust séu það menn, sem þjóna lengi á sömu stöðvum, sem haldi við sig grísku og hebresku, er prestaskólaveru er lokið, og á vel við að minnast þessa hér. Ástæðan liggur í augum uppi, og er sú, að presturinn, sem prédikar fyrir sama fólki ár eftir ár, verður að leita stöðuglega í hinum ótæmandi lindum Guðs orðs, en leiðimar að hjarta náðarboðskaparins eru í þessum skilningi fom- málin, gríska og hebreska. Margra ára þjónusta prests hjá sama söfnuði krefst þess, að presturinn lesi fommálin, ef hann á að flytja söfn- uðum sínum “lifandi orð”. Sá prestur, sem lengi þjónar í sömu sókn, verður æ betur og betur var við andlegar þarfir fólks síns, og um- talsefni í ræðum sínum velur hann þannig, að þau fullnægi

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.