Sameiningin - 01.02.1918, Síða 23
373
um trúboðsstöðvum, e8a í ensku-félögum japanskra námsmanna. Oft
hafa þessar ræöur veriS líkar prédikunum, sem eg mundi hafa haldi'ö,
eí eg heföi v’erið heima. Svo hefi eg líka nokkrum sinnum talaö á sam-
komum, þar sem allmargir hafa ekki kunnað ensku, og notað þá
túlk. Það er einkennilega skemtilegt aö halda ræöur á þenna hátt,
sérstaklega ef maður hefir áreiöan'legan og lipran túlk. — Tvisvar
á viku koma biblíulestrar-flokkar heim til mín, sinn í hvert skiftið.
I öörum eru nemendur úr skóla er nefnist “The Imperial School of
Foreign Languages”, en í hinum nemendur úr æðri verzlunarskóla
Tokio-borgar. iÞessir skólar svara til college-skólanna í Vestur-
heimi, en hafa þrengra verksvið, eins og nöfnin benda á. Eg s'kal
skrifa ykkur bréf einhverntíma seinna um skólafyrirkomulagið í
þessu landi). Við og við gjörum við námsfóíiki heimboð heima hjá
okkur. Og þeir yðar, sem hafa verið í Selkirk milli jóla og nýárs
og tekið þátt í skemtifundi unga fólksins á heimili foreldra minna,
getið gjört ykkur í hugarlund hv’ernig við reynum að skernta þessu
unga fólki hér og hvaða skemtun við höfum sjálf af því. Stundum
bjóðum við einum eða tveimur nemendum til miðdegisverðar, sem
þeir kalla erlenda máltíð. A'f því höfum við engu minni skemtun
en þeir, því að maturinn sem þeir borða og það, hvernig þeir borða,
er svo gjörsamlega ólíkt því, sem hjá okkur gjörist. Alioft er þetta
í fyrsta sinn, sem námsmaðurinn kemur á heimili útlendinga og
kynnist erlendum siðvenjum.
Svo eru lika önnur störf, sem minna ber á. I hvíldarstundunum,
milli námstunda i tungumálaskólamun, hefi eg oft haft ánægju af að
kynnast námsmönnunum japönsku, sem hafa verið á reiki í göngun-
um. Þeir leita altaf kynningar að fyrra bragði, því þeim er rnjög
ant um að fá tækifæri til að æfa það tungumál, sem þeir eru að læra.
Sem stendur 'eru þar kend 14 tungumál; og nýsveinar þessa árs eru
200 að tölu. Hugsið ykkur hvað það er skemtilegt, þegar einhver
þeirra kemur til miín og segist hafa heyrt mig halda ræðu á einhv'erj-
unr tilteknum stað og langi til að fá að fræðast meir um kenningar
kristindómsins. Margir þessara kunningja, sem eg eignast á þenna
hátt eru mjög skemtilegir; og sannarlega myndi eg gjöra meira að
því að leggja rækt við þá, ef eg mætti eyða tíma til þess frá tungu-
málsnáminu. — Eftir skólatima eða á laugardögum þegar við göng-
um út okkur til hressingar, höfurn við mikla ánægju af þvi, að taka
með okkur ein 100 smárit og útbýta þeim á heimilunum, sem við
förum fram hjá,—konan mín fer inn í húsin öðrumegin í strætinu,
en eg hinumegin. Smáritin sem við notum eru gefin út i Japan af
‘The Cihristian Literature Society of Japan”, er styðst við annað
félag, sem i eru trúboðar kirkjudeildanna er starfandi eru i Japan.
Eg set hér titla sumra þessara smárita; “Hvað er kristindómiur ?”
“Sannur Guð”, “Kristur”, “Sáluhjálp”, “Eilíft líf” o. s. frv. Þetta
verk er að mörgu leyti ánægjulegt. En í sambandi við það finnur
maður það, engu síður en i starfinu meðal námsmanna, hvilíkir
erfiðleikar stafa af kunnáttuleysi í tungumólinu, því okkur langar