Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.02.1918, Side 24

Sameiningin - 01.02.1918, Side 24
374 til þess að geta tafið fáeinar mínútur á hverju hetmili, til þess aö tala um sálarþörf fóliksins og frelsara mannanna. Eg ætla nú að gefa lauslegt ágrip af trúboðsstarfi kirkju vorrar í þessu landi. Þrjár ameriskar trúboðsnefndir lúterskar hafa hér starf með höndum. Sameinaða lúterska kirkjan danska og The United Synod of the South halda báðar úti trúboði á Kyushu eyjunni. í Kumamoto, þar sem eru aðalstöðvar syðri hluta trúboðssvæðisins, er sameiginlegur lúterskur skóli fyrir pilta og sömuleiðis trúfræðis- skóli. bEg sting upp á því. að Heiðingjatrúboðsnefnd v'or þýði og birti í Sameiningunni bækling, sem nýlega er gefinn út af dr. Brown, aðalritara heiðingjatrúboðs United Synod South og trúboða í Japan árið 1898. Það er nauðsynlegt, að kirkjufélagið islenzka sé dálítið kunnugt starfi þessara tveggja nefnda, eins og starfi Genera! Council nefndarinnar, til þess að geta skilið istarf lútersku ikirkjunnar hér í landi. Því hér á trúboðssvæðinu er samvinna í starfinuj. Starf General Council er aðeins á Hondo, aðaleyju ríkisins. Sem stendur hefir General Council aðeins tvær trúboðsstöðvar, Tokio og Nogoya: samt er i ráði að setja á stofn í haust þriðju stöðina í Toyohashi. Haustið 1908 kom séra Fisby D. Smith, fyrsti General Council trúboði í Japan, til Tokio og byrjaði á tungumálsnámi. Haustið 1912 hófst starf lútersku trúboðsstöðvarinnar í Tokio, er séra N. Yamanouchi var fluttur frá Kyushu til þess að taka til starfa í Tokio, undir umsjón séra Smiths. Síðan hefir starfinu stöðugt miðað áfram, og hefir aðallega verið starfað meðal námsmanna. General Council trúboðið á enn enga fasteiign, svo að alt starfið er rekið í leigðum húsakynnum. Loftið i húsi prestsins innlenda er notað fyrir bænahús, og er messað þar á hverjum sunnudegi, að morgni og kveldi. Á undan guðsþjónustu koma saman tveir biblíu- lestrarflokkar, annar undir umsjón trúboðans, séra Smitbs, en hinn undir umsjón innlenda prestsins, séra Yamanouchi. Síðdegis koma saman tveir sunnudagsskólar, annar heima hjá innlenda prestinmn, en liinn í Kikusaka, í húsi sem áður var búð, en trúboðið hefir leigt og notar til guðsþjónustuhalds á virkum dögum. Virku dagana ver innlendi presturinn mestum tíma sínum til húsvitjana. Það verður hann að vinna að mestu leyti einn, þ. e. a. s. án þess að trúboðinu sé með honum, af því að hérlendar venjur og fordómar gjöra það afar erfitt og stundum ómögulegt fyrir útlendinga að vera með inn- lenda prestinum í þessum heimsóknum; og þar af leiðandi eru störf trúboðans að mestu leyti fólgin í þvi að stjórna starfinu, halda opin- berar guðsþjónustur og kenna bibliunámsflokkum. Á sömu lóðinni og hús innlenda prestsins er á, eru lika tvö hús, sem trúboðið hefir á leigu; eru þau útbúin fyrir svefnhús, og rúma um 20 manns. Sem stendur eiga þar heima 17 námsmenn. Á þenna hátt er ákveðinn hópur námsmanna alt árið tmdir stöðugum áhrifum kristindómsins. Þeir eru allir i öðrum hvorum biblíunámsflokknum, prestsins eða trúboðans, og á hverju kveldi verða þeir að vera við bænagjörð heiroa hjá innlenda prestinum. Úr þessum litla náms-

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.