Sameiningin - 01.02.1918, Page 29
379
Hann hætti við að hlaupa undan merkjum.
í söfnuði nokkrum í W—. var árum saman ekki til kirkjurækn-
ari ma'ður en Ezra Norton. En svo liðu nokkrir sunniulagar, að hann
kom ekki til messu. Prestinum var það áhyggjuefni ekki lítið, og
loks réð hann af að fara og finna Norton, til þess að kornast eftir því,
hvað að væri.
“Það er ofur einfalt mál”, sagði Norton við prestinn. “Fyrir
mánuði síðan hafði einn af embættismönnum safnaðarins 16 dollara
af mér i viðskiftum. Eg vil ekki sækja kirkju, sem hefir embættis-
mann, sem getur haft önnur eins hrekkjabrögð í frammi”.
Prestinum virtist vera erfitt um svar, því hann sat hugsi studar-
korn, og fór svo að tala um annað. “Varst þú ekki i annari herdeild-
inni héðan úr ríkinu i borgarastríðinu ?” spurði hann.
“Jú, það var eg”, svaraði Norton glaðlega, og var auðfundið að
um það efni var honum ljúft að tala.
“Var það eki<i sú herdeild, sem yfirmennirnir fóru svo skamm-
arlega með, að því er snerti vopn og annan útbúnað ?” spurði
presturinn.
“Jú, víst var það”, svaraði Norton.
“Hvers v'egna braust þú þá ekki byssuna þín og fórst heim aft-
ur?” spurði presturinn.
“Hvað ert þú að segja, maður!” sagði Norton alveg forviða.
■'Dettur þér í hug að eg hafi nokkurntíma geta fengið mig til iþess
að gjörast liðhlaupi? Nei, það var nú síður en svo. Hvaða glappa-
skot, sem yfirmönnunum gat dottið í hug að gjöra, vorum við að
berjast fyrir landið okkar. Við bárum ábyrgð fyrir stjóminni heima.
Og auk þess vorum við þess fullvissir, að göfugmennið hann Lincoln
hefði verið fús til þess að gefa okkur fötin utan af sér og sinn eigin
mat, ef hann hefði vitað að við þyrftum þess með, og hans vegna
vildtun við reynast ríkinu vel”.
“Heldur þú þá að stjórnin rnyndi hafa viðurkent illa meðferð af
hendi yfirmanna yikkar réttmæta afsökun fyrir þvl, ef þið hefðuð
gjörst liðhlaupar?” spurði presturinn enn.
“Síður en svo!” svaraði Norton. “Stjórnin mynda hafa látið
yfirmennina sæta ábyrgð fyrir afglöp þeirra, en hún myndi ekki haía
látið okkur haldast uppi að nota þá fyrir skálkaskjól, til þess að af-
saka það, ef við hefðum brugðist sikyldum okkar”.
“Hefir þú nokkurn tíma hugsað þér að kirkjan sé kristið herlið,
og að Guð sé stjórnin, sem yfir þvi liði hefir að segja?” spurði prest-
urinn. “Og hefir þú gjört þér grein fyrir þvi, að embættismenn