Sameiningin - 01.02.1918, Page 30
380
kirkjunnar eru eins og fyrirliöar, sem bera ábyrgð fyrir GuSi á því,
hvernig' þeir rækja enibætti sín, og að safnabarfólkiö alment er eins
og óbrevttir liösmenn í því liSi, og geta ekki haft emhættismenn safn-
aöarins fyrir skáJkaskjól, til þess að afsaka það, ef þeir bregðast
skyildum sinum við ríki Guðs?”
‘‘Eg hefi aldrei hugsað um málið frá því sjónarmiði”, svaraði
Norton. “En þú hefir rétt fyrir þér. Ef við hlaupum undan merkj-
um, þá lætur stjórnin okkur sæta ábyrgð; og ef fyrirliðarnir gjöra
það, seni rangt er, þá verða þeir sjálfir að bera ábyrgð gjörða sinna”.
“Þú mintist áðan á göfugmennið hann Eincoln og að þér hafi
fundist það sjálfsagt, að reynast honum trúr, af því að hann mundi
aldrei bregðast hermönnunum”, sagði presturinn. “En heldur þú
ekki að Guði sé eins ant um liðsmennina kristnu, og að hann sé fús
til að leggja í sölurnar, — já, að hann hafi lagt í sölurnar fyrir þá
það bezta sem hann átti ?”
“Eg skil hvað þú átt við”, svaraði Norton alvarlegur, “og eg
hugsa að þér sé óhætt að treysta því, að eg verði við messu á sunnu-
daginn kemur”.
Til hvers er tungan?
“Fvrst Guð skapaði tunguna, — og hann gjörir aldrei neitt til-
gangslaust —, þá er áreiðanlegt, að hann hefir skapað hana til ein-
hvers góðs. Til hvers hefir hann iþá skapað hana?” Þessa spurn-
ingu lagði kennarinn einn góðan veðurdag fyrir drengina.
“Til þess að biðjast fyrir með henni”, sagði einn drengur.
“Til þess að syngja”, svaraði annar.
“Til þess að tala með”, svaraði sá þriðji.
“Já”, sagði kennarinn, “það er rétt. En nú skal eg segja ykkur,
til hvers hann skapaði hana ekki. Hann skapaði hana ekki til þess
að við notuðum hana til að skamimast, skrökva eða blóta. Hugsið
altaf um það, drengir, í hvert sinn sem þið beitið tungunni, hvort þið
notið hana eins og Guð ætlast til. Gjörið gott með tungunni ykkar.
en ekki ilt. Hún er einn þarfasti lirnur líkamans, þó að hún sé liti!.
Þ'jónið Guði með henni á hverjum deg'i”.
Les Jakobs bréf, 3. kap. 1.-10. vers.
Bandalags-afmæli.
Bandaleg Immanúels-safnaðar á Baldur varð 10 ára gam-alt 22.
Janúar síðastliðinn. í minningu þess var opinn fundur haldinn í
kirkjunni, er var flöggum prýdd. Fór þar fram söngur, hljóðfæra-
sláttur og ræðuhöld. Ræður héldu Miss Aðalbjörg Johnson, Chr.
Johnson og presturinn; sagði hann frá stofnun Bandalagsins og
starfi þess. Bandalagið hefir alJs haldið 136 fundi, gefið kirkjunni
orgel, altarisgönguáhöld og skírnarskál og nokkrum sinnum litlar
fjárupphæðir; ennfremur hefir það í nokkur ár, ásamt Bandalagi