Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.02.1918, Side 31

Sameiningin - 01.02.1918, Side 31
381 Frelsis-safnaðar, kostað trúboðsnema á skóla á Indlandi, og síðasta ári'ö unnið aö bréfaskriftura og bögglasendingum til hermanna. 1 samibandi viö afmæliö hafði BandalagiÖ búið út hermannaskrá, sem hengd var upp í kirkjunni, og var hún afhjúpuö viö þetta tækifæri. Flaggiö, sem huldi skrána, tók niöur einn af meölimum Bandalagsins Ingólfur Th. Jóhannesson. bróöir Páls heitins Jóhannessonar. er féll á Frakklandi 5. Maí 1917 og varö fyrstur íslenzkra manna úr þessari bygð til þess aö láta lífið í stríðinu. Sunnudagsskóla-lexíur. IX. LEXÍA, 3. MARZ: Jesús flytur fricf. — Mark. 4, 35-41; 5, 15-20. MINNISTEXTI: Drottinn hcfir gjört mikla hluti viS oss, vcr eriim glaðir. — Sálm. 126, 3. UMRÆÐUEFNI: Að flytja gleðifréttina um friðarhöfðingj- ann. Les til hliðsjónar: Matt. 8, 23-34; Lúk. 8, 22-39; Matt. 14, 22-33; Lúk. 9, 37-43. “Á þeim degi” (35), þ. e. sama daginn, sem dæmisögurnar voru sagðar á. Mannfjöldi mikill hafði safnast aö Jesú á vesturströnd Galíleuvatns. Hann haföi stigið út í bát þar í lendingunni og kent þaöan mannfjöldanum. Um kvöldiö lét hann svo lærisveinana halda bátnum austur yfir vatnið, án jiess aö fara fyrst i land. Á Galíleu-vatninu er oft byljasamt, þegar vindur stend- ur ofan af fjöllunum austan vatnsins. Jesús getur með guðlegum mætti sínum lægt tvenns konar storma í senn: Hættu-stormana í náttúrunni og lífinu, og hræðslustorminn í mannlegri sál. Að láta bugast af hræðslu við nokkra 'hættu, eins og Guð sjái hana ekki eöa hirði ekki um hana, er ókristilegt. Jesús ávítar læri- sveinana út af efaspurningunni. Þessi lexía sýnir berlega, að Guð hefir taumhald á náttúrulögunum og stjórnar þeim eftir vild sinni. Bænin því ekki ónýt, þótt um jarðneskar hættur eða þarfir sé aö ræða. Nú er kristinn lýður enn í hættu staddur rnitt í ófriöarstorm- inum. Frelsarinn einn getur lægt það veður — ef mennirnir væru eins fúsir til að hlýða eins og dauð náttúran.—Les: “Sjóferð læri- sveinanna” í Guðspjallamálum. Síðari saga lexíunnar er um storm í mannssál — sýnir hvernig Jesús getur friðað sálina, þótt jafnvel myrkrahöfðinginn sjálfur sé búinn að æsa þar upp öll ill öfl og ástríður og gjöra hana frávita. I sögu þessari eru leyndardómar, sem vér skiljum ekki En þennan lærdóan, um frið, sem Jesús býður sturlaðri mannssál, getur hvert barn skilið. Og saga kristninnar ber þeirn boðskap ágætt vitni. Tak eftir beiðni bygðarmannanna: hugsuðu meira um svína-missinn en um lækning mannsins eða um mildi frelsarans. Til er samskonar hugsunarháttur enn í dag. Maðurinn læknaði mátti ekki fylgjast með Jesú: hafði verk að vinna heima hjá sér. Aðrir þurftu að

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.