Sameiningin - 01.12.1909, Blaðsíða 4
3°6
hið ytra, svo þú fáir liugsað um dýpstu þrá lijartna
þeirra, þorstann eftir sannarlegum fögnuði? — kannast
við, a'ð til þess hefir guð lang-líklegast látið þig verða til
— ekki að þú hefðir svo eða svo mikið upp úr lífinu,
heldr að þú yrðir lífinu — annarra manna lífi — til svo
eða svo mikils gróða? — hætta mögli og kvörtunum um
það eða það, sem er að í tilverunni, en í þess stað litast
um eftir hentugum bletti, þar sem þú getir sáð fáeinum
frœkornum til veilíðunar einhverra annarra? — Ef þú
ert til þess fús að gjöra þetta einn dag eða svo, þá má
með sörinu um þig segja, að þú sért til þess fœr að lialda
jól — kristileg jól — í raun og veru.
Ert þú til þess fús að lúta svo lágt, að þú fáir í-
hugað þarfir smábarna og' eftirlanganir þeirra? — muna
eftir veikleik og einstœðingsskap þeirra, sem ellin hefir
fœrzt yfir? — kœfa niðr hjá þér allar spurningar um
það, hve mikið vinir þínir elska þig, en spyrja sjálfan
þig í þess stað, hvort þú elskar þá nóg? — láta þér vera
hugfastar hjarta-byrðarnar, sem aðrir menn hafa til
bruims að bera? — gjöra þér far um að skilja, hvað það
muni vera, sem þá vardiagar helzt um, er heima eiga í
sama húsi. sem þú, en bíða ekki eftir, að þeir segi þér
það? — tendra lamoa þinn, svo hann láti frá sér meiri
birtu, en minna af ljósreyk, og bera hann fyrir framan
þig, svo skuggi þinn falli á bak við þig? — grafa gröf til
þess að þar sé látnar í hinar ljótu hugsanir |)ínar. en
búa út gróðrarreit fyrir góðar tilfinningar með greiðum
aðgangi fyrir alla? — Ef þú ert til þess fús að gjöra
þetta einn dag eða svo, þá má með sönnu um þig segja,
að þú sért til þess fœr að halda jól — kristileg jól — í
raun og veru.
Ert þú til þess fús að trúa því, að kærleikrinn sé
stQrkast afl í heimi — sterkara afl en hatr, sterkarn en
það, scm illt er, sterkara en dauðinn — og að lífið bless-
aða, sem rann upp í Betlehem fvrir nítján hundruð ár-
um, sé ímynd og dvrðarljómi hinnar eilífu kærleiks-
veru £ruð«? Sé svo ástatt fvrir þér, þá getr þú haldið
kristileg jól.