Sameiningin - 01.12.1909, Síða 6
3o8
tugs aldr. Sesar fer báli og braudi um Gallíu. Epí-
fanes vanhelgar musteri drottins; grimmd og guðleysi
ganga í fótsbrœðralag. Og hver kynslóð veitti hinni
næstu arf og einkenni, „því bölvun í nútíð er framtíðar-
kvöl.“ ílinn saklausi líðr ætíð fyrir hinn seJca.
Það var myrkt í sálum mannanna. Og kuldinn var
myrkrinu samferða. Það var vetr. Og flestum féll
það vel í geð; það var þeim eðlilegt. En alvörugefnir
og göfugir menn leituðu ljóssins; stálgrár myrkrveggr-
inu umkrirgdi þá. Og þeir sögðu hver við annan:
„Látum oss skapa ljós.“ 0g þeir fóru á stað og unnu
eins mikið og orka var til. Og þeir fengu heiminum ís-
blóm, sem stirndi af um vetrarnóttina. Menntanin var
hjartalaus.
En öli skepnan andvarpaði eftir vorinu. Og er
mennirnir sváfu í syndunum, töluðu þeir með heiskju
mikilli um afleiðingar syndanna. En syndin, drottning
myrksins, gekk risafetum um jörðina og krafðist skatts
af löndum sínum. 0g allir voru í skuld. Og hún á-
varpaði herstjóra sinn, dauðann, og mælti: „Þessi er
minn; hregð þú sigð þinni.“ Og mennirnir dóu. „Þeir
elskuðu myrkrið meir en Ijósið, því þeirra verk voru
vond.“ En í gegn um þessa sí-endrteknu sögu harms
og liryggðar var mannkynið að læra að þekkja eigið eðli
sitt, — skilja það, að synd er glœpr, en ekki að eins
„vöntun gœða“. Og sálirnar sorgbeygðu andvörpuðu
eftir ljós og yl. Þær hryggðust yfir sínum eigin sjálf-
skapa-refsidómi. Og þær báðu um vorið. Mennirnir
höfðu gegn um eldraunir aldanna lært það að nokhru,
að þeir geta ekki bjargað sjálfum sér, lært að þekkja
sjálfa sig.
II.
Stjörnurnar skinu skært og fagrt í geimninum um-
hverfis jörðina. Svo hafði það verið frá ómunatfð.
Og þar ríkti heilög ]iögn og friðr. Og þær — allr himn-
anna her — aumkvuðust yfir jörðina. Öld eftir öld
höfðu þær blikað á hveli himnanna, sí-endrtekið tákn
þess, að drottinn er náðugr. öld eftir öld höfðu þær