Sameiningin - 01.12.1909, Síða 7
309
kallað mennina til iðrunar, — en mennirnir skildu ekki
tungumál þeirra, því það var talað til lijartnanna. Og
raddir þeirra liöí'ðu endrtekið viðvörunarorð spámann-
anna fornu; samhljóma lireimr viðvarana drottins á
kimnum og á jörðunni. En mennirnir liöfðu líflátið
spámennina og grýtt þá; til stjarnanna náðu þeir ekki.
En nú kveðr við rödd lirópandans í eyðimörku:
„Tilbúið veg drottins; beinið brautir hans.“ Sterk-
ar en nokkru sinni fyrr hljómar viðvörunarrödd drott-
drottins í eyrum mannanna. Og mennirmr risu upp við
olnboga og sögðu: „Hvað er þetta? Ný kenning? Lát-
um oss athuga hana í tómi.“ Og flestir skeyttu rödd
hrópaudans engu. — En það var ekki ný kenning. Hún
hafði ætíð knúð á dyr mannanna, frá því þeir lokuðu
idiðunum í Eden sakleysisins fyrir sjálfum sér.
En stjörnurnar endrtaka með þúsund röddum:
„Tilbúið veg drottins; beinið brautir hans.“ Og fagn-
andi þoka þær sér til hliðar. Svo þagna þær. Þögul
eftirvætning ríkir í geimi guðs.
Ný stjarna birtist í austri. Ljós hennar lýsir jörð-
ina. Það er sendiboði guðs til að auglýsa dýrð drottins
öllum lýð. Því dýrð guðs og miskunn eru samkynja
hugtök. Og braut þeirrar stjörnu er bein á liimninum
meðal allra liinna. Ilún kallar til herskara liiminsins:
„Tilbúið veg drottni; beinið brautir hans.“
Hún líðr á loft. Birta hennar breiðist tit um jörð-
ina. Og mennirnir undrast fegrð hennar. „Hvað boðar
þessi nýja stjarna?“ — spyrja menn og leggja á stað í
langferð til að fá skýring á ráðgátu sálna sinna. (Þeir
gjöra það enn í dag.) óljós draumr, en þó sterkr, um
líkn, fyrirboði frelsis mannkynsins, ríkir í salum þeirra.
Og þeir halda leið sína fagnandi. Því stjarnan skín
augum þeirra.
Hún líðr á loft. Yitrir menn á öllum tímum fylgja
leiðbeinanda Ijósi guðs, því livergi nema þar er vísdóm
að finna.
Stjarnan líðr um loftið. Hún nemr staðar yfir
Betlehem. Og hún bendir skínandi geislafingrum sín-
um á hrörlegt hreysi mállausra dýra og segir: „Fagnið