Sameiningin - 01.12.1909, Side 14
3l6
4. Verðlausar dýrustu skrautfórnir skarta;
skaparann hyllir ei gullpyngjan væn;
dýrðlegra miklu er dýrkanda hjarta,
drottni er þekkari aumingjans bœn.
5. Dag þinn lát, mætasti morgunsins sona !
myrkrunum renna, og hönd þína’ oss Ijá;
austrœna stjarna! er veg gyllir vona,
vísa oss barns-ásján frelsarans á.
—-------o-------
Jólahald.
Eftir séra Kristinn K. Ólafsson.
Svo telst til, að á annarri eða þriðju öld hafi fyrst
verið stofnað til hátíðar í kristninni til minningar um
fœðing frelsarans. Ein frásögn eignar upptökin að því
Telesphorus biskup í Róm (128—139). Er þess einnig
getið, að hann hafi liðið píslarvættisdauða, og ein sökin
gegn honum hafi verið sú, að liann stofnaði til þessa há-
tíðarhalds. Mætti líta á það sem vísbending um, hve
mikilvægt fyrir kristna menn hátíðarhald það hafi verið
í augum heiðingjanna úr því þeir ömuðust svo mjög við
því. Enda er víst, að jólahald samboðið viðburðinum,
sem þá er minnzt, hefir ætíð mjög blessunarrík áhrif.
En gagnstœtt jólahald er auðvitað til hins mesta tjóns.
Jólin koma þvínær á sarna tíma sem miðsvetrarhá-
tíðir heiðingjanna. Margar siðvenjur, sem áðr voru
tengdar við þær hátíðir, voru alls ekki lagðar niðr, þeg-
ar jólin urðti kristin hátíð, heldr að eins hreinsaðar af
heiðinglegum ósiðum og þeim gefin ný kristileg merk,-
ing.
Dœmi upp á þetta er hin alkunna og fagra frásögn
um uppruna jólatrésins, sem nú á tímum á svo mikinn
þátt í jólahaldinu. Er Bonifacius hinum helga eignað
það að hafa komið því inn í jólahaldið. Var hann trú-
boði meðal germönsku þjóðanna í Þýzkalandi, sem nú er.
Þar var siðr að safnast saman til blóta á miðsvetrartíð-
inni við hinar svo nefndu „helgu eikr“. Stefnan var