Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1909, Blaðsíða 17

Sameiningin - 01.12.1909, Blaðsíða 17
319 jólahaldinu sé umhyggja fyrir þeim, sem bágt eiga, og viðleitni að fœra meira ljós og yi inn í hjörtu, sem lítið hafa liaft af slíku að segja. Hjá hugsunarsömu kristnu fólki hlýtr auðvitað það hugarþel, sem í þessu birtist; ætíð að glœðast í sambandi við jólahaldið. En þá ríðr á, að hugarþelið fái framrás í verki. Jóla-siðvenjur ýms- ar frá gamalli tíð bera þess vott, að menn hafa gjört sér iar um það. Umhyggjan hefir verið látin ná til skyn- lausra skepna einnig. Þannig er það t. d. siðr nllvíða í Norvegi og Svíþjóð, að hvert heimili setji á jólunum kornbindi á háa stöng til fœðu handa veslings-smáfugl- linum, sem í vetrarharðindunum oft eiga þröngt í búi. Siðr sá er fagr, og minnir oss á, að um leið og vér á jól- um hugsum um að gleðja börnin á ýmsan hátt, megum’ vér etkki gleyma að varast liættu þá, að eigingirnin verði eina tilfinningin, sem hjá þeim er glœdd. Kennum þeim heldr eins snemma og unnt er, að einhver mesta sælan, sem nokkrum manni getr veitzt, er að miðla öðrum, þótt ekki sé nema smáfugl í vetrarharðiudum eða eitthvert ólnbogabarn mannkynsins, sem fer á mis við veraldleg og andleg gœði þau, er vér metum mest. Jólin ætti að glœða hjá oss þá tilfinning, hve blessunarríkt það er að gefa á þann hátt. Bezt verðr þetta auðvitað kennt með því, að þeir eldri gangi á undan þeim yngri, og gefi þeim svo hvöt og uppörvun til liins sama svo snemma sein auðið er. En auðvitað verða menn í þessu eins og öllu kristilegu ka'rleikstarfi að forðast að flagga með góð- gjörðasemi sinni, í því skyni að innvinna sér lof ann- arra. Hœgri liöndin má ekki vita, hvað sú vinstri gjörirj Hversu fjölbreytilegt sem jólahaldið kann að verða Ijjá oss, ber oss því ávallt að hafa gætr á því, að heimr- rn lagi ekki hátíðina til fyrir oss eftir eigin smekk.. Þannig Íeitast heimrinn við að fara með allar hátíðir, hversu helgar sem þær í raun og veru eru. Þakklætis- og bœnadagar verða gjálífisdagar, og stórhátíða kristn- innar gætir sumsstaðar mest fyrir veraldlegt umstang; Eina ráðið fyrir sannkristið fólk til að sporna við þessu er að lifa sig sem bezt inn í anda kristindómsins, svq stórmerkin, sem hátíðirnar minna á, verði því ekki að

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.