Sameiningin - 01.12.1909, Blaðsíða 23
321
ekki um laugan aldr, og ef til vill aldrei, sýnt jafn-mikiÖ
öjáifstœði og manndóm sem nú í kirkumálunum vestra.
Eg verð að játa, að eg liefi ekki fyrr en nú lært að meta
verk og þýðing kirkjufélagsins. Skoðun mín á kirkju-
iegum félagskap vestra hefir áðr hallazt heldr í þá átb-
ina, að ætla hann hvíla fremr á ytri samvinnu en á innri
þörf hjartnanna; og því var mér það enn meira gleðiefni,
að hann liefir nú reynzt hvíla á grundvelli lifandi trúar-
sannfœringar, að trúarjátning margra félagsmanna hef-
ir nú reynzt vera persónuleg og hjartfólgin eign þeirra,
sem þeir hafa varið eins og mönnum sœmir að verja það,
sem þeirn er dýrmætast.
Það er nærri því undarlegt, að nokkur maðr með
óbrjálaðri skynsemi skuli hafa getað fengið það af sér
að ráðast á kirkjufélagið fyrir framkomu þess í deilu
þessarri. Eg hygg, að ef vel er athugað, verði því
naumast neitað, að það hefir gengið svo langt í sátta-
tilraunum sínum, að lielzt til nærri hefir verið höggvið
kröfum sjálfs málefnisins; og auðveldlega liefði sú getað
orðið afleiðingin, að þeir menn, sem samkvæmt afstöðu
sinni allri gagnvart grundvallaratriðum þess ekki gátu
staðið í því nema sér til minnkunnar og enn meira tjóns
og því til vandræða, liefði setið þar kyrrir; en sem betr
fór lét guð þeirra eigin ofsa keyra þá á dyr. Og fyrir
það þakka eg honum innilega. En um það bið eg hann,
að kærleiki hans fái leitt þá inn um dyr frelsisins og að
vér mættum verða eitt í Jesú Kristi, hvort sem þeir svo
ganga að nýju inn í þetta kirkjufélag eða ekki.
Það hafa verið sögð svo mörg og góð orð af félags-
ins hálfu um það, hvernig þeim, sem í raun og veru eru
ósamþykkir grundvallarskoðunum þess, beri að skilja
við það, og hvernig barátta þessi ætti að knýja þá, sem
með því standa, til að flýja: með enn meiri alvöru en
nokkru sinni áðr á vald guðs miskunnar; og vissulega
yerðr þessi raun til þess að efla trú þeirra á guð og orð ;
hans. Drottinn hefir jafnan stutt og huggað vini sína
því frábærlegar sem ytri eða innri neyð hefir átakanleg- s
ar að þeim kreppt.
Guð gefi vðr öllum náð til að líða fyrir hans nafn