Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.12.1909, Side 34

Sameiningin - 01.12.1909, Side 34
332 og lagöi á staö með þeim út í óveðriö til að kaupa vistir í þorpinu. Segir ekki af 'þeirri svaðilför annað en það, að við komum aftr að tveim stundum liðnum með stóra bagga af vistum, og þótti sam- ferðafólkinu, sem það hefði okkr úr helju heimt Gréta litla kom með faðminn móti mér, og er eg hafði hrist af mér snjóinn og þurrkað mér um andlitið, stökk hún upp um hálsinn á mér og kyssti mig. Undarlegt er það, að ávallt, þegar mér hefir orðið kalt siðan, hefir mér fundizt koma ylr um mig af þessum kossi hennar Grétu. Það var orðið hálf-dimmt, og var nú kveikt á olíulömpunum, og frá glóandi kolunum í ofninum bar birtu út um skálann. Nú var tekið til að matreiða af miklu kappi. Umsjónarmaðr skálans var okkr í öllu innan handar. Hann gat lánað okkr stóra katla til að hita vatn í og könnur undir kaffi. Líka komumst við yfir nokkra blikkbolla, sem við drukkum úr til skiftis. Kvenfólkið raðaði matn- um eftir langborðum, sem við slógum upp í öðrum enda skálans. Allir voru einhuga um að gjöra borðhald þetta sem skemmtilegast. Jafnvel þingmannsfrúin hætti að nöldra. Og er menn höfðu mat- azt, var settr stóll undir þingmanninn og hann látinn halda rœðu. Henni er nú samt gleymt. Eftir þetta fóru menn aftr að verða hljóðir og sátu hálf- ólundarlegir hér og hvar. Það leyndi sér ekki, þegar leið á kvöldið, að mönnum fannst þetta nokkuð ömurleg jólanótt.—Hver um sig bjó yfir sárum vonbrigðum. Heimþrá gagntók menn og nisti sáiina. Við Gréta sátum afsíðis. Hún var að segja mér frá jól- unum næstu á undan. Mamma hennar hafði prýtt undr fallegt jólatré handa henni, og hún hafði fengið ljómandi fallega brúðu frá frænku sinni. Mamma hafði kennt henni fallegan sálm, sem hún hafði lesið hjá jólatrénu meðan ljósin loguðu. Svo hafði hún sagt henni söguna indælu um englana og barnið í jötunni og fjárhirðana. Aumingja-barnið! Nú var hún móðurlaus hjá ókunnu fólki, hríðteppt á þessum leiðinlega stað. Eg sá það glöggt, að hún átti stundum bágt með að verjast gráti. Eg hugsaði ráð mín. Hvað sem kostaði, varð Gréta að fá jólatré og jólaskemmtun. Eg fór til umsjónarmannsins og spurðist fyrir. Hann sagði mér, hvar finna mætti fáeinar skógarhríslur og léði mér öxi. Án þess að láta bera á fyrirætlan minni lagði eg á stað út í náttmyrkrið og hríðina. Lé- leg og ljót var hríslan, sem eg kom með til baka, og þorði eg varíá að sýna hana. Eg fékk leyfi símrita til að fara inn í kompu hans með hrísluna. Þangað kvaddi eg svo dóttur þingmannsins og sagði henni, hvað mér var í huga. Hún brást glöð við og sá undir eins ótal ráð til aö prýða hrísluna. Hún sókti kynstr af marglitum borðum, sem hún hafði í tösku sinni. Epli og aðra ávexti, sem

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.