Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.12.1909, Page 35

Sameiningin - 01.12.1909, Page 35
333 eftir voru af vistura okkar, hengdum viö á greinarnar. Símriti minntist þess, aö nokkur kerti voru geymd þar í skúffu, og var gleöi okkar óviðjafnanleg, þegar við höfðum komið þeim fyrir á trénu og kveikt á þeim. Ungfrúin fór til Grétu, hafði hana með sér inn í laugarherbergið og kom með hana þaðan aftr þvegna og prúð- búna, með liðað hárið, og hvítan silkiklút knýttan um hálsinn. Um leið bar eg logandi jólatréð fram í salinn, og hefi eg aldrei verið meir upp með mér á æfi minni. Gréta hrópaði upp yfir sig af gleði og allt fólkið safnaðist kring um tréð. Um stund sátum við og horfðum hugfangin á jólatréð. En allir fundu til þess, að eitthvað yrði að segja eða syngja. Mér datt ráð í hug. „Nú ætlar Gréta að standa hjá trénu og lesa fyrir okkr jóla- sálminn sinn“ — sagði eg. Gréta var feimin og treg, en þó lét hún tilleiðast. Hún stóð við tréð og las, og ávallt finnst mér myndin, sem eg af henni geymi frá þeirri stur.du, vera engils mynd. „/ Betlehem er barn eitt fœtt.“ Hún settist aftr á kné mér. Allir sátu höggdofa, leiðslu haldnir og sem í draumi. Hve margar endrminningar hafa rifjazt upp í hugum vormn veit enginn nema guð. Eg sá tár í mörgu auga. Sjálfr hafði eg í vetfangi yngzt um fjörutíu ár og var aftr koniinn heim til mömmu minnar. „Mamma sagði æfinlega að syngja við jólatré.“ Það var Gréta litla, sem rauf þögnina. „Heims um ból helg eru jól“ — byrjaði dóttir þingmannsins. Hinar konurnar tóku undir og smásaman karlmetmirnir líka, einn eftir annan, unz allir sungu —, ef til vill ekki af list, en af hjarta. Jafnvel eg söng, söng nieð Grétu í kjöltu minni, söng af öllu hjarta, og jafn-sæll hefi eg aldrei verið síðan eg var barn heima og trúði á guð og frelsara minn. Við sungum sálminn upp aftr og aftr, og svo fleiri sálma, þar til kertin voru útbrunnin á trénu. Gréta var orðin syfjuð. Eg bjó henni sæng úr loðkápunni minni á einum bekknum, og lagði hana þar út af. En hún reis upp aftr og kraup niðr við bekkinn eins og rúm sitt. „Mamma sagði æfinlega lesa bœnirnar sínar.“ Eg sat og horfði í gaupnir mér. Bœnin endaði með þessum orðum: „Guð blessi pabba og frænku og — og — hvað heitir þú?“ „Grímr, Grímr frændi“ — hvíslaði eg. — „Og Grím frænda, í Jesú nafni. Amen.“ Svo lagðist hún út af og sofnaði.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.