Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 10.01.1919, Blaðsíða 2

Íslendingur - 10.01.1919, Blaðsíða 2
6 ISLENDINOUR 2. tbl. Lœkurinn.—Eitt af því, sem Etling- ur finnur mjer til foráttu, er aö jeg hafi verið þess valdandi, að lækjar- farvegurinn meðfram Brekkugölu var á parti steyptur upp. — Þetta er nú satt, en allir kunnugir vita, að ekki gat jeg gert það vegna eigin hagsmuna, eða vegna afstöðu húss míns til Brekkugötulækjarins. Hús- eigendur, sem þar áttu hlut að máli, æsktu þessa, til þess að geta notað farveginn sem holræsi fyrir öll hús í Brekkugötu. Hver sá, sem gengur út Brekkugötuna, getur borið um, hvort vanþörf hafi verið á þessu. — Jeg studdi þetta áhugamál Brekku- götubúa, og var það komið á þann rekspöl, að ákveðið hafði verið að byggja yfir nokkurn spotfa læksins árlega. En hvað skeður? Eftir að jeg fór úr bæjarstjórninni hefir ekkert verið gert í því frekar, — og er illa farið. — Jeg bjóst við, þegar áiitleg fúlga var tekin upp á áætlun bæj- arins til holræsa og gangstjetla, fyr- ir tveimur árum síðan, að því verki yrði þá haldið áfram, því jeg tel það verulegt velferðarmál fyrir íbúa Brekkugötu, bæði frá sjónarmiði heilbrigðismála og þæginda. En það fór nú á annan veg. Það fje var í fullkomnu heimildarleysi notað til annars, en ekki kom holræsið eða gangstjettin. Og hver átti aðal sök á þvi? Sjávargatan. — Þegar sú gata var lögð, var það gert eftir skriflegri beiðni til bæjarstjórnar, frá helstu ióðareigendum á Oddeyrartanga og þótti bæjarstjórninni það svo sann- gjörn málaleitun, að hún var sam- þykt með öllum atkvæðum, — þetía sjest í fundargjörð bæjarstjórnar frá þeim tíma, og er m. a. lítið cfæmi þess, hvernig sannleikanum er snúið við í meöferö Erlings Friðjónsson- ar. — — — — Einu sinni var karl í koti, sem átti sjer fjóra stráka. — Hann var greindur maður og athugull og sá því snemma, hvað í strákunum bjó. Hann lýsti, að sögn, gáfnafari þeirra á þessa Ieið. Hinn elsti þeirra er gáfaður, annar er mæta vel greind- ur, sá þriðji er þverúðarfullur heimsk- ingi, en sá fjórði og yngsti er fá- bjánL — Bágt áttu þeir vesalings yngstu strákarnir tveir. Jeg nenni nú ekki að fara fleiri orðum um þetta rógburðarfálm Er- lings, en vegna þess að jeg heyri sagt, að hann hafi enn getað troðið sjer efstum á lista verkamanna, munu líkur til þess, að hann hangi áfram í bæjarstjórn og vil jeg því skjóta því til bæjarstjórnarinnar í heild sinni, hvort ekki væri rjett að bær- inn kostaði einhverju dálitlu til að kenna Erlingi, ef unt er, nokkur helstu atriði almennrar kurteisi og velsæmi, svo ókunnugir hneykslist ekki á, hve „bæjarfuiltrúinn" er á- takanlega fáfróður á þeim svæðum, — meira en orðið er. Ragnar Ólafsson. Hjónaefni. Um jóiin opinberuðu trúlofun sína, ungfrú Steinunn Jónsdóttir frá Kálfs- kinn og Freymóður Jóhannsson Iist- málari. Erlendar símfrjettir Reykjavík 6. jan. Ágreiningur er þegar risinn milli Wilson og Clemencau útaf þjóöa- sambandi. Maximalistar vaða uppi. Hafa þeir tekið Riga og stefna til Mitau. Pólverjar vaða inn^á Þýskaland með 30000 hermenn og sfefna til Berlín. Hefir nú verið sendur her gegn þeirn. Bandamenn hafa tilkynt Þjóðverj- um, að komi aftur fyrir Maximalista óspektir og upphlaup gegn stjórn- inni, verði hætt friðarsamningum. Rvík 8. jan. Roosevelt er látinn. Lloyd Qeorge hefir gert breyt- ingar á breska ráðaneytinu: Baltey, sealotd, Barnes, innanríkisráðherra og Churc, nýlenduráðherra. Frá .Berlín er símað, að Lieb- kneckt reyni að ná undir sig blöð- unum á Þýskalandi, bæði Vorwárts, Tageblatt, Vossische Zeitung, Lokal- Atizeiger og Wolffs Bureau. Sósíalistar í Danmörku hafa til leiðar komið aðstjórnin innleiddi 8 tíma vinnu daglega og allir hefðu einn dag frían. Rvík. 9. jan. Trotzky htfir hnept Lenin í varðhald og tekið sjer alræðisvald vegna þess, að Lenin vildi koma á sam- steypu stjórn. Bretar hafa ljett af útflutningsbanni á ýmsum vöruteg- undum til allra landa, nema Mið- rtkjanna og þeirra landa, sem að Þýskalandi liggja og auðveldara verður að fá hjá þeim undanþágu og útflutningsleyfi heldur en áöur. Hertling fyrv. ríkiskanslari er látinn. Nýjar óeirðir hafa orðið í Berlín, en sagt er, að stjórnin hafi borið hærra hlut. (Frjettaritari „ísl." í Rvík. i Innlendar frjettir. „Sterling" er farinn austurumland með farþega, sem hjer hafa verið teptir um lengri tíma vegna sóttvarna. „Borg" mun eiga að sækja Norð- lendinga austur á Seyðisfjörð. Bæði skipin verða viku í sóttkví og allir farþegar vandlega skoðaðir áður færi. „Gullfoss" var að fara hjeðan til New-York. „Ærö," danskt seglskip, strandaði viö Dýrafjörð á gamalárskvöld. „Oeir" bjargaði því og kom með það hingað stórskemt. Vörur í því voru allar ónýtar. 9. ian. Kolaverð lækkar hjer um 75 krónur smálestin. Sykurverð lækkar líka og búist við að steinolla lækki ennfremur. Borg fór hjeðan í gær. Sterling er á Seyðisfiröi og fá farþegar ekki að fara í land fyr en um næstu helgi. (Frá frjettaritara >Isl.c í Rvík.) Kirkjan. Messað á sunnudaginn kl. 2. Inflúensan. Meðan aliir tala um spönsku veik- ina, finst mjer líka ijett að skrifa um hana hitt og annað það sem spyrst um hana uýtt. Nú frjettist það um hana, að ýmist virðist hún vera út- dauð eða aðeins afarvæg þar sem hún enn er að slæðast, eins og t. d. í Borgarfirði. Það er lítil eða engin hætta á að hún komi hingað meðan við höfum jafnstrangar sóttvarnir og nú. En þeg- ar á þeim verður slakað, þó ekki sje öðruvísi en að heilbrigðum verði leyft að koma að sunnan, þá kemur hættan. Því sagt eraðtilsjeuheilbrigðirsmittberarog þeir þekkjast ekki úr. En það þarf ekki nema einn gikk f veiðistöð, segir mál- tækið. En hvað lengi getum við bann- að allar samgöngur? Sumir segja tvo mánuði enn, og sumir jafnvel ekki það. Og þó við bfðum tvo manuði erum við þá vissir ? Engan veginn segja þeir sem bölsýnir eru. — Veikin geíur seinna borist frS útlönd um, þvl svo hefir áður sýnt sig um inflúensu, að hún er ekki rokin sama árið og hún kemur. Við skulum ( öllu falli vona að sú skæða lungnabólga sje nú útdauð. Best væri að þeir læknar fái rjett fyr- ir sjer sem segja að ekkert sje að óttast smittbera. Það sje bara grýla og ósannað mál. Þetta fáum við tæki- færi til að sanna hjer á landi. í siðasta blaði hafði V. St. orðið urn inflúensuna. Gott að sem flestir læknar skrifi um það sem fólki þykir fróðlegt að lesa. En af því að hann veíengir sumt sem eg hafði áður skrif- að, verð jeg að gera nokkrar athuga- semdir við grein hans. Um sumt er jeg lfka á öðru máli en hann. T. d. varnargrímurnar. Eins og jeg gleðst yfir þvf að margir sveita- menn hafa fundið heiisuvörn í því að nota ryksíur í heyjum, eins gladdist jeg yfir að heyra að bæði norskir og franskir læknar þykjast hafa getað varið sig smittun með varnargrímum gegn inflúensunni eða að minsta kosti lnngnabólgunni. St. er vantrúaður á að þetta geti komið að haldi því ef sýklaruir smjúga Berkefeldsíur, þá rnuni þeir einnig smjúga gegnum marg- falda grysju, segir hann. Jeg held að það þurfi ekki að vera Flestir lækn- ar munu fallast á dropasmittunar- kenningu Fiiigges, sem kennir, að þegar sýklar hóstast út úr mönnum, þá flytjist þeir innvafðir slími í úða frá lungum og andfærum og sjeu þvf fyrirferðatmeiri en ella og er þá skilj- anlegt að grisjugrímur geti varnað þeim aðgöngu, jafnvel þó þeir sjeu smærri en möskvar síunnar. í öðru lagi má geta J ess að tvennu ólfku er jafnað saman, þar sem er sfun á VÖkva gegnum Berkefeldsíu (sem er holur sívalningur úr leir) og síun lofts gegnum grfmu; því gegnum Berkefddsfuna verður að þrýsta vökv- anum af töluverðu afli (stundum með margra lofihæða þrýstingi eða sogi), en þó sjúklingur hósti framan f grímu- klæddan lækni, þá kemur þar ekki mikill þrýstingur til greina, sem herði á sýklunum. En þeir smjúga ekki sjálfir eins og pöddur. !•••• £•••••••••••••• I ) Eí satt er að læknar og hjúkrun- arkonur hafi getað varist sýkingu með jafn einföldu ráði og binda margfaldri grisju fyrir munn og nef, þá ætti þetta að geta komið fleirum að haldi og verið öflugur þáttur í sóftvörnum. — Jeg hygg það ekki rjett, sem St. [ fullyrðir, að grisjusíur sjeu árangurs- -p lausar við lungnapest eða svarta danða. Jeg hef við hendina tvær góðar heim- ildir íyrir því að sfa sú, sem Kobrak hefir tilbúið eftir fyrirsögn Fliigges, sje þvínær óyggjandi til varnar gegn sýkingu (so gut wie sicher vor der Infektion schiitzend< — sjú Zeitschrift lur árztliche Fortbildung, 12. Jahr- gang, 1915, bls. 18, f grein eítir próf. Neufeld: Die Pest als Kriegs- seuche, og Fliigge: Grundriss der Hygiene, Leipzig 1912, bis. 683). En þó slíkar grfmur geti komið að góðum notum á sjúkrahúsum, er ann- að mál að erfilt gelur verið að hafa þær á takteinum og sótthreinsa þær jaínóðum þegar vitja þarf sjúklinga " hingað og þangað. Þá kem jeg að þvf sem St. veíengir hjá mjer. Jcg hafði sagt að fyrri inflúensufarsóttir muni hafa ver- ið sumar eins skæðar og sumar skæð- ari en þessi, og studd;st jeg í þeirri skoðun af ábyggilegum ritum (eins og Eulenburgs Encyclopedie o. fl. bók- um) og manndauðaskýrslum hjer á landi. Læknar haía þekt inflúensu sfð- an á 16. öld og þeir (en ekki leik- menn) hafa lýst þeim helstu veraldar- sóttum sem gengið hafa. Einkum er annáluð farsóttin 1580, sem ssgt er að hafi drepið 8000 manns f Róma- borg og eytt sum lönd f Evrópu af fólki. Hvað snertir inflúensufarsóttir hjer á landi, þá skal það játað að heimildir um þær eru ekki trúverðug- ar fyr. en á 19 öld. En sfðan um 1840 má óhikað íullyrða að rjett sje sagt frá íarsóttum, og manndauða ó- efað. Það er ekki að efa að hinn mikli , manndauði 1843 (55 af hverju þús- undi) var að miklu leyti inflúensu að kenna — og má sjálfsagt gera ráð fyrir að af þeim 55 hafi .25—30 dá- ið úr inflúensu. Um inflúensu sem gekk 1862 hefir Hjaltalín landlæknir skrifað (Edinburgh med. journal, maí 1866) og látið mikið af hve sú sótt væri skæð, segir að hún hafi drepið 20 af hverju þúsundi í vissum sveít- um. Um ^manndauða í Parfs, Berlfn og vfðar f farsóttinni 1890 hef jeg áður ritað og má af þeim skýrslum marka að inflúensan þá hefii að minsta kosti sumstaðar verið afarmannskæð. Hinsvegár er jeg samdóma St. að farsótlin nú eins og hún lýsti sjcr í Reykjavfk og erlendum stórbæjum sje miklu ægilegri en 1890. Þvf er ekki ^ saman jafnandi. í Morgunblaðinu var þvf haldið fram að í Reykjavfk 1890 hefði dáið um 20 %o úr inflúensu (en aðeins ió%o nú í haust), en það reyadist ekki rjett. Pjetur Zofoníasson 3ýndi fram á það (Lögr. 18. des.), að manndauð- inn þá var eins tnikið að kenna kfg- hósta. En einn kost virðist þe3si sótt hafa frsm yfir fyrri farsóttir. Bæði rrlendis og hjer hefir hún verið mjög væg á ' stórum svæðum. Þess vegna er enn

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.