Íslendingur

Tölublað

Íslendingur - 10.01.1919, Blaðsíða 3

Íslendingur - 10.01.1919, Blaðsíða 3
2. tbl. ISLENDINGUR 7 • ••-• • •■•■•■ • •-•-•-•-•-•-• •-•■•-•-•-•-• • •-•-♦-• •-•-•-•-•-•-•-•-> •-• • • • • • «-•-• • • •-• •-•■ •••••• •-• • • • • • ■•-•-•-•■ • • • ••-•-•• • ••• vafasamt að manndauði verði yfirleitt meiri en f sumum fyrri farsóttum. St. heldur að þessi sótt hafi orðið svo skæð fyrir það að fólk var veikl- að af skorti og skæðust þar sem skorturinn var mestur. Ennfremur að hún hafi verið miklu skæðari þar sem skólum og skemtistöðum var ekki lok- að. Hvorugt er enn hægt að sanna, þess vegna ekki vert að fullyrða neitt. Væri skortur og hungursneyð aðalat- riðið þá ættu þau lönd að hafa orðið verst leikin þar sem bágindin voru mest. En það þefir ekki vitnast að svo hafi verið. Þá hefði átt að deyja miklu meira af fátæklingum en efn- uðu fólki, en þess er hvergi getið. í Reykjavík virtist sóttin taka jafnt fá- tæka sem rfka og jafnt þá sem höfðu góð húsakynni og hina f hreysunum. Hinsvegar finst mjer hugsanlegt að upprunalega hafi sóttin eða sótt- kveikjurnar magnast f manneskjum veikluðum af skorti og öðrum mis- rjetti. — Og frjettir frá útlöndum segja að manndauði hafi orðið eins mikill þar sem öllum opinberum sam- komuhúsum var lokað, og þar sem þeim var haldið opnum. En vera má að ráð hafi ekki verið f tfma tekið — því svo vill oft vera þegar um inflú- ensu er að ræða. Erfitt að þekkja fyrstu tilfellin. St. heldur að vel sje hægt að verj- ast þessari farsótt, þó frfskir smitt- berar geti borið hana. Það er auðvit- að hægt meðan við höldum áfram jafn ströngum sóttvörnum og nú. En getum við það í vor og sumar? Þvf svo lengi þurfum við þess ef satt er sem þýskir læknar hatda fram að in- flúensa geti leynst með sumum mönn- um mánuðum saman. En jeg er hræddur um að slaka verði á vörnun- um fyr en í vor eða sumar. En þá er hættan með smittbera. St. heldur að ekki sje meiri vandi með þá f inflú- ensu en við heilabólgu, barnamátt- leysi o. fl. sjúkdóma. En hjer er ólfku saman jafnað, þvf þeSsar sóttir eru ekki svipað því eins næmar enda aldrei beitt við þær eins ströngum vörnnm og við inflúensu nú. Þær hafa hjaðnað niður án þess að til þeirra ráða hafi verið gripið. St. endar grei|i sfna með: Vjer eigum að gera alt tif að verjast veik- inni. Jeg vil breyta þessum orðum þannig: Vjer eigum aö gera alt sem vit er í til að verj- ast veikinni. Sígr. Matíhíasson. Jarðarför frú Guðrúnar Jónsdóttur á Grund, fór fram að Grund laugardaginn 4. þ. m., að viðstöddu fjölmenni (á 4. hund- rað manns). Sóknarpresturinn, sfra Þorsteinn Briem hjelt ágæta ræðu í kirkjunni. Vald. Steffensen læknir söng kvæði, er orkt hafði Guðm. Guðmunds#. skáld. í kirkjunni fluttu þfeir kvæði, Jóhannes í Miðhúsum og Davfð á ÍCroppi. E'g' allfáir Akureyringar voru við jarð- arförina og vildu þannig sýna vott virðingar sinnar fyrir hinni látnu sæmdarkonu. Grundarþíng' augíýst laus. Urasóknarfrestur til 1. mars n.k. Skoðanamunur. Auditor fer lítilsvirðandi orðum um kvartettinn Braga, sem sungið hefir mörgum til skemtunar og seinast hjer um daginn fylti samkomuhús bæjarins og gaf allan ágóðann til söfnunar- sjóðs berklahælisins. Auditor (les ádí- tor) er latneskt orð og þýðir áheyr- andi (segi jeg þetta svo sauðsvartur almúginn skilji). Líklega telur auditor sig hafa gott eyra úr því hann kemur fram sem strangur aöngdómari. En mjer datt í hug það sem haft er eftir Jónasi lítitnum Helgasyni organleikara þegar maður nokkur bjelt þvf frnm að or- gelið hans væri hjáróma: »Er það eyra! Er það bölvað eyra!* sagði kallinn. Mjer flnst sá maður heyra iila, sem heyrir aðeins misfellurnar á samsöng fjórmenninganna. Auðvitað eru þeir viðvaningar — eins og flest- ir söngmenn hjer — en mörg Iögin tókust vel svo ánægja var að heyra. Það hefir áður viljað til að söngur hafi mistekist hrapallega hjer á Ak- ureyri bæði bjá einum og fleirum og ekki verið gert að blaðamáli. Mjer fanst þvf óþarfi að setja Braga f blað- anna gapastokk. En mjer tók sárt það sem auditor segir um Aage Schiöth. Jeg held sá maður sje andlega heyrnarlaus eða tilfinningarlaus fyrir söng, sem ekki finnur að Aage er gæddur framúrskar- andi fögrum hljóðum. Og mjer finst illa gert að spá honum hrakspám um framtfðina þessum unga efnilega söng- manni. Auðvitað má að honum finna — því langt á hann f land til að verða fullæfður, enda hefir hann eng- an skóla fengið svo teljandi sje. Jeg er einn af þeim sem dáist að því hve fagra rödd Aage hefir íengið af náttúrunnar ^endi. Ef Aage heldur vel á henni, veit ,jeg það að honum verður hvervetna vel tekið, þvf fögur söngrödd er jafn eftirsótt vara um allan mentaðan heim og gull og gim- steinar. Má þá vel fara svo að ísland verði Aage of lftið. En það gerir ekk- ert til; landi sfnu yrði hann þá enn meir til 3Óma. Plausor (les: Plásor, þ. e. sá sem klappar lof f lófa). S v a r. Sfðasta tölubl. íslendings flytur grein eftir Gunnar nokkurn Guðlaugsson, er hann nefnir »ásælni eða hvað«, en efni greinarinnar er að skýra frá, að hann ásamt 30 borgurum f Akureyrarbæ, sem tekið höfðu upp svörð í Bændagerðis- landi, hafi sent kæru til bæjarstjórnar- innar útaf óhæfilega háu svarðargjaldi og að hann í brjefi frá bæjarfógeta Páli Einarssyni, hafi fengið það svar gegn þessari kæru, að bæjarstjórnin hafi fyrir löngu ákveðið, að svarðar- gjald fyrir hverja svarðartöku í landi bæjarins, skuli vera 10 aura íyrir feralin. Jeg skal játa að þetta kom nokkuð flatt uppá mig. Fyrst það, að mjer skyldi ekki hafa verið gefin kostur á að sjá þessa kæru, til þess að segja álit mitt um hana og f öðru lagi, að bæjarstjórnin, sem mjer til skams tfma, hefir verið ókunnugt um, að hefði sett 10 aura svarðargjald á landeign Eyrar- lands, skuli hafa fastsett 10 aura svarðargjald f landeign Bændagerðis, án mfns vilja og vitundar, enda virði jeg slíka ráðstöfun að vettugi, þareð bæjarstjórnin hefir alls enga heimild til að gjöra neina ákvörðun um Bænda- gerðisland, nema f samlögura og sam- ráði við mig, sem eiganda að hálfu Bændagerði og umboðsmanni yfir hluta bæjarins í Bændagerðis eigninni. Aður en jeg sendi skýrslu mína um afgjöld af Bændagerði, talaði jeg við oddvita bæjarstjórnarinnar um svarðargjaldið og kom okkur saman um, að það væri hæfilega sett 15 aurar á feralin, er orsökin sú til þeirrar hækkunar meðal annars, að kostnaður hefir orðið við ýmsar umbætur, er gerðar hafa verið á svarðarlandinu, og bráðnauðsynlegar voru, með skurða- greftri og ennfremur hafa bráðnauðsyn- legar brýr verið lagðar, með tilliti til svarðartekjunnar. Að undan förnu hefir gjaldið á Eyrarlandi verið 5 aurar á feralin, en er nú samkvæmt framan skráðu 10 aurar, í Bændagerði hafa altaf verið teknir 7 aurar, en er nú hækkað upp í 15 aura og er þannig hækkunin á báðum stöðum hjerumbil sú sama. í íslendingi auglýsti jeg, að ef ein- hverjir ekki hefðu, eins og fyrirskipað var, sljettað úr mógröfum sfnum fyrir vissan tiltekin dag, þá yrði jeg að láta gera það á þeirra kostnað, sem jeg svo gerði og varð kostnaðurinn 4 aurar á feralin, sem jeg færði hverjum einstökum til gjalds. Jeg skal játa að jeg að sönnu hefi ekki sjálfur sjeð frágang hvers eins frá svarðargröíunum, en hefi þar farið eftir frásögn trú- verðugs manns, sem íyrir mína hönd útmældi svarðarlandið og sfðan sljettaði yfir grafir þær, sem ekki hafði verið hirt um að sijetta, þar á meðal gröf Gunnars þessa Guðlaugssonar. Hinum miður sæmilegu aðdróttunum til mín, sem lfklega hafa átt að skreyta framannefnda »ásælnis« - ritsmíð, hirði jeg ekki um að virða svars. Stephán Stephensen. ) Vers/un og viðskiffahorfur. Vopnahljeið er fengið, vopnahljeið, sem vara á eilíflega. Hildarleikurinn, sem nú hefir verið háður sfðustu fjög- ur árin, á aldrei að endurtakast. Sorgarstunur, hungurvein og örviln- unaróp þjóðanna, sem neyddar hafa verið út í vitfirringuna, sameinast í einn þungan nið, sem aldrei dvín, ó- bornum kynslóðum til ævarandi við- vörunar. Margt er að græðs, margt að bæta. Skandínavía hefir haldið hátfð und- anfarin ár hjá þeim kjörum, sem íbú- arnir á meginlandi álfunnar hafa átt við að búa. Og þó mun mörgum Skand- fnava hafa fundist ekki mega tæpara standa. Víst er um það, að margt höfum við orðið að neita okkur um, og ýms vandkvæði orðið að gera okkur að góðu, en við höfum þó ekki soltið vikum, mánuðum og árum saman, og við höfum heldur ekki verið klæðlaus- ir og varnarlausir gegn áhrifum hita og kulda, ár eftir ár, eins og íbúar álfunnar, á svæðinu frá Norðursjó suð- ur á Balkanskaga og að Miðjarðarháfi. En eigum vjer ekki nú eftir hið harðasta? Er nú ekki hið þyngsta eftir fyrir oss og aðra Skandfnava? Mið- Evrópa, með nálægt 200 miljónum í- búa, er gersamlega fatalaus og matar- laus og á stórum svæðum húsnæðis- laus. Hve langan tíma tekur að fylla svanginn hinna hungruðu og klæða miljónirnar klæðlausu, sem enga spjör hafa eignast sfðan 1914 og nú geta ekki hulið nekt sfna, nema með papp- frsblöðum ? Við getum hugsað að næsta ár og næstu ár Iíði svo, að ekki komi í okk- ar htut, til fæðis og klæða, annað en molar, sem falia af borðum hinna sár- þurfandi. Banaamenn hljóta að láta hinar sigr- uðu þjóðir og sjálfa sig sitja fyrir kaupum að mestu, þegar alt verður frjálst. Þegar siglingateppan er úr sögunni og samgönguvandiæðin, þá verður það samkepnin og eftirspurnin, sem skamta Skandfnavíu úr hnefa. Hungraður maður spyr ekki um verðið á matnum, nje klæðlaus maður hvað fötin kosti, eí hann aðeins getur fengið þarfir sínar uppfyltar. Þessvegna er það eitt víst, að það litla, sem við fáum, verður afardýrt. Og þetta er rjett að athuga f tfma. Almenningur verður að veta sjer þessa meðvitandi. Og kaupsýslumenn vorir verða að gera sitt til að fá vörurnar inn í landið, hvað sem öcþu líður. Við vitum að þær hljóta að verða dýrar, en hvað er það hjá því að geta eþki átt neina úrkosti með að fá þær. - (Þýtt úr sænsku.) LI8TI yfir nöfn þeirra, sem hefa gefið til berklahæljs hjer norðanlands og geisla- lækningastofu í sambandi við sjúkra- hús Akureyrar. Tryggva Kristjánsdóttir, Akureyri 5.00 Ingibjörg Sigurgeirsdóttir — 5.00 Guðný Björnsdóttir — 5.00 Snjólaug Björnsdóttir — 5.00 Gunnlaugur Gunnlaugsson — 10.00 Ósk Jónsdóttir — 5 00 Sigursteinn Gunnlaugsson — 5.00 Rannveig Gunnlaugsdóttir — 5.00 Gunnlaug Gunnlaugsdóttir — 2.00 Þóra Guðnadóttir — 5.00 Friðrika Friðriksdóttir — 10.00 Valgerður Friðriksdóttir — 10.00 Guðrún Jóhannsdóttir — 1.00 Guðný Jónsdóttir — 10.00 Sigrfður Guðmundsdóttir — 1.00 Anna Kristjánsdóttir — 2.00 Sigurlaug Jóhannsdóttir — 1.00 Svanborg Jónasd. Ytra-Melhúsi 10.00 Helga Sigíúsdóttir — 15.00 Þóra Vilhjálmsd. Munkaþverá 25.00 Þórey Stefánsdóttir — 25.00 Sigríður Stefánsdóttir — 25.00 Laufey Stefánsdóttir — 25.00 Vilhjálmur Steíánsson — 25.00 Þorgerður Jónsdóttir — 25.00 Jón Júlíusson — 20.00 Jón Jóhannesson — 10.OO Jónas Þorleifsson io.oo

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.