Íslendingur


Íslendingur - 03.02.1922, Blaðsíða 1

Íslendingur - 03.02.1922, Blaðsíða 1
ISLENDINGUR Talsími 105. Ritstjóri: Gunnl. Tr. Jónsson. Aðalstræti 16. VIII. árgangur. Akureyri, 3. Febrúar 1922. 5. tölubl. Hrakfarirnar. Bæjarstjórnarkosning fór fram í Reykjavílc á laugardaginn var. Fimm fulltrúa átti að kjósa, og um 2 lista var að velja, A-Iistinn, sem kallaður var borgaralistinn og B-listinn, sem Alþýðuflokkurinn stóð að. Úr bæj- arstjórn höfðu gengið 3 verkamanna- fulltrúar og tveir af hinum og héldu flestirað sömu hlutföll mundu halda sér eftir kosningarnar. En hvað verður uppi á teningunum? A-list- inn fær nærfelt helmingi fieiri at- kvæði en verkamannalistinneða rúm- iega 3300 atkv. á móti 1700 atkv. og munaði að eins örfáum atkv. að A-listinn fengi lcomið 4 fulltrúum að, þó hlutföllin yrðu 3 og 2. Ófar- ir B-listans urðu því hinar hrakleg- ustu, og sýna ljóslega afstöðu Reykvíkinga gagnvart leiðtogum Al- jaýðuflokksins. . Menn þeir, sem mest hafa verið ráðandi í Alþýðuflokknum nú upp á síðkastið, hafa allir verið æsinga- menn í svæsnara lagi, og nú var tjaldað á lista þeirra einvörðungu mönnum af sama sauðahúsinu. Verkamannafulltrúarnir sem úr bæj- arstjórninni gengu voru allir hæg- fara og gætnir og stétt sinni til sóma, en þeim var nú kastað til hliðar sem óhæfum, enginn þeirra fékk að komast á listann, og þó hafði einn þeirra verið bæjarfulltrúi um langt 9keið og þingmannsefni flokksins við síðustu kosningar. Nú áttu þeir Héðinn Valdemarsson, skrifstofustjórí Landsverzlunarinnar og Hallbjörn vararitstjóri Alþýðu- blaðsins og þeirra líkar að fylla sætin. Hamfarir Alþýðublaðsins í kosn- ingabaráttunni voru sóðalegar og spiltu fyrir flokknum. Að kalla and- stæðinga sína manndrápara og morð- télafanta, eins og það gerir hlýtur að vekja viðbjóð allra rétthugsand' manna á blaðinu og veikja málstað þess flokks sem það er málgagn fyrir. Að atgangur blaðsins hefir haft þessi áhrif sést hvað berlegast af því að flokkurinn fær nú 500 atkv- faerra en hann fékk fyrir ári síðan- Úrslitum kosninganna mun al“ nient fagnað um land alt. Pau sýna að alþýðan í Reykjavík er ekki blind" u>' leiksoppur ofstækisfullra lýð- skrumara og að hún fylkir sér ekk' um þá menn, sem vilja fótumtroða landslög og rétt. Hér gafst henni j fyrsta sinn tækifæri að sýna livern- Jnín liti á Nóveniberuppþotið og hún sýnir sigj fullkominni andstöðu við afstöðu leiðtoga sinna. Var slíks að vænta, þó öðruvísi væri um spáð af mörgum. Daginn eftir hinn mikla ósigur jafnaðarmanna í Reykjavík, gerðist sá atburður hér á Akureyri sem einnig er í frá sögur færandi.“Þann dag hélt Verkamannafélag Akureyr- ar aðalfund sinn og gerði fullkomna stjórnarbyltingu. Feldu æsingamenn þá, er verið höfðu við stýrið und- anfarandi og kusu í stjórnina í þeirra stað gætna og ráðdeildarsama íhalds- menn. Munu þau umskifti að sjálf- sögðu reynast happavænleg fyrir Verkamannastétt kaupstaðarins. 99 íslenzka krónan. Fréttir frá Kaupmannahöfn segja að kaupmannaráðið þar hafi sam- þykt að gangasí fyrir því, að fast gengi yrði sett á íslenzku krónuna og hafi snúið sér í þeim efnum til Pjóðbankans danska, sem hafi fallist á tillögur kaupmannaráðs- ins og að bráður bugur muni undinn að því að koma þessu í framkvæmd. Prívatbankinn danski var farinn að taka íslenzka seðla er síðast fréttist gegn 25°/o gengismun og af ný- komnum bréfum sézt að íslenzkir seðlar hafa verið keyptir með 30°/o afföllum) Símfregn til blaðsins í gær úr Reykjavík segir þó krónuna nú í 77 aurum. co Landsverzlunin. i. Landsverzlunin, sem rekin hefir verið frá upphafi á ríkisins kostnað, sækir tilveruheimild sína til laga um heimild fyrir ríkisstjórnina til ýmsra ráðstafana út af heimsstríðinu, sem náðu staðfestingu 1. febr. 1917 og viðauka við þau lög frá 30. júlí 1918. Landsverziunin var hrein og bein ófriðarráðstöfun, gerð til þess að draga úr afleiðingum styrjaldar- innar fyrir landið meðan hún stæði yfir. Nú eru liðin rúm 3 ár síðan að ófriðnum lauk og enn þá er þessi ófriðarráðstöfun í gildi. En áður en vér förum að rita um núverandi tilverurétt Landsverzl- unarinnar, skal farið nokkrum orð- um um starfsemi hennar og rekstur á liðnum árum. Er þá ábyggileg- ast, að birta samdrátt úr reikning- um hennar, eins og hann er iagð- ur fram á síðasta Alþingi, með því yfirliti og skýringum, sem meiri hluti viðskiftanefndar lætur honum fylgja. Samdrátturinn sýnir aðalniðurstöðu fekstursius ár frá ári. Samdráttur úr reikningum Landsverzlunarinnar frá 1914 til ársloka 1920. Vörusala Arður Útist. skuldir Vöruleifar Samanl. varasjóður 1914 —80A ’17 3131619,00 + 313505,37 703250,70 556306,60 313505,37 1917s,A-8l/i2 7764954,00 590000,00 3011917,18 4225237,88 903505,37 1918 . . . 16293231,00 418534,40 1568875,87 7325927,55 1322039,77 1919 . . . 20865949,00 860932,79 1348558,00 1987772,90 2182972,56 1920 . . . 11506000,00 347566,44 1995967,39 2279271,09 1835406,12 59561753,00 Til skýringar skal þess getið, að í dálkinum .Vörusala. felast allar seld- ar vörur, að meðtöldum kostnaði og álagningu; dálkurinn »Arður« sýnir rekstrarafgang hvers árs, þar í talinn arður af vörusölu, gengismismun o. fl.; í næsta dálki felast eingöngu skuldir hérlendra/ viðskiftamanna verelunarinn- ar, ein9 og þær eru í hver árslok, en í síðasta dálkinum er varasjóðurinn samanlagður frá ári til árs. Trá því verzlunin byrjaði 1914 og til 30. apríl 1917 var hún rekin bein- línis undir umsjón atvinnumáladeildar stjórnarráðsins. Eins og samdráttur- inn sýnir, var viðskiftaveltan lítil á því tímabili, í samanburði við það, sem síðar varð. Frá þessu tímabili hefir nefndin ekki haft annað til meðferðar en lokareikning tímabilsins. Frá 1. maí 1917 hefir verzlunin verið rekin sem sjálfstæð stofnun með sérstakri stjórn, og eftir það eykst veltan mjög niikið, og stafaði það í fyrstu af því, að ráðstafanir ófriðarþjóðanna garðu það óhjákvtemilegt, að draga miklu meira af verzluninni í hendur ríkisins en áður hafði verið. í ófriðarlokin átti verzlunin miklar birgðir af kolum og salti, sem hún seldi með miklu tapi. Tapið nam: á salti . . kr. 499936,84 á kolum . — 1036153,78 Samtals kr, 1536090,62 Petta tap er ekki talið verzluninni til útgjalda f reikningum þeim, sem ofanritaður samdrittur er tekinn úr. Ákveðið hefir verið, svo sem kunnugt er, að láta rikissjóð borga þetta tap og vinna það upp með sérstökum tolli á kolum og salti. Ef landsverzl- unin hpfði átt að bera tapið, væri varasjóður hennar auðvitað þeirri upp- hæð lægri, en mundi þó hafa numið samkvæmt reikningunum íárslok 1919 kr. 646881,94. Niðurstaðan af verzlunarrekstrinum 1920 er sú, að varasjóðurinn lækkar um kr. 347566,44, og er sú upphæð þá reikuingslegur halli á rekstrinum það ár. Orsökin er sú, að verzlunin átti miklar birgðir af kolum í árslok 1920, og var ákveðið, að færa verð á þeim niður úr 300 kr. í 200 kr tonnið frá áramótum, en þessi verð- lekkun vörubirgðanna er tekin inn á reikninginn fyrir 1920, og nemur hún kr. 818594,56. Par upp f keraur svo viðskiftahagnaður ársins 1920, sem stafar að töluverðu leyti frá gróða á' gengi dollara. Viðvíkjandi horfum fyrir afkomu verzlunarinnar yfirstandandi ár, verður að geta þess, oð snemma á árinu var söluverð kolanna enn fært niður úr 200 kr. f 140 kr. fyrir tonnið, og hlýtur það tap, sem af þessu stafar, að rýra mjög útkomuna á þessu ári, jafyvel svo, að rekstrarhalli komi fram á ársreikningnum og vara6jóðurinn minki eitthvað þess vegna. Til frekari glöggvunar um það, hvernig högum verzlunarinnar er nú háttað, er hjer birtur útdráttur úr efna- hagsreikningi hennar 31, des. 1920. E i g nir. 1. Fasteignir . . . kr, 142141,93 2. Ýms áhöld . . - 13219,20 3. Vörubirgðir . . — 2279271,09 4. ínnieignir í bönkum — 1370684,46 5. Skuldir innl. við- skiftamanna . . — 764914,64 6. Skuldir útbúa veril- unarinnar ... — 562496,65 7. Víxlar .... — 831585,56 8. Peningar í sjóði . — 915848,97 Samtals kr. 6880162,50 S k u I d i r. 1. Innieign innl. viðsk.m.kr. 28903,21 2. Inneign útl. viðsk.m. — 1950450,04 3. Inneign ríkissjóðs . — 2941754,01 4. Fyrningarsjóður . — 23649,12 5. Ólokin viðskifti . — 100000,00 6. Varasjóður . . . - 1835404,12 Samtals kr. 6880162,50 « Af vörubirgðum eru kr. 1463266,44 í koium og koksi, hitt í öðrum vör- um. Af 6. eignalið, skuldum útbúanna, er nálega 160000 kr. í vöruleifum og ná- lega 400000 kr. í útistandandi skuld- um hjá skiftavinum útbúanna. . Útistandandi skuldir verzlunarinnar hafa því verið alls um síðastliðin ára- mót;

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.